fbpx

Hreinsivörur frá Neutrogena

HúðLífið MittMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ég er alveg sjúk í nýjstu húðhreinsivörurnar sem voru að bætast í safnið mitt. Þær eru frá merkinu Neutrogena sem þið ættuð kannski margar að kannast við en umbúðirnar hafa alltar einkennst af norska fánanum sem er oft áberandi á þeim.

Einn af mínum uppáhalds handáburðum sem ég hef einmitt skrifað um HÉR er frá sama merki og mér hefur lengi langað að prófa fleiri vörur frá þeim en þessar hreinsivörur sem þið sjáið hér neðar hafa verið fáanlegar annars staðar í heiminum. Loksins eru þær nú komnar í vöruúrval hér á Íslandi en ég hef lengi tengt þetta vörumerki við gæði og ég veit að margir eru mér sammála.

hreinsivörurneutrogena

Það komu raunverulega tvær línur af hreinsivörum núna frá Neutrogena. Grapefruit línan sem ég er með er fyrir allar húðtýpur. Ég myndi þó ráðleggja konum með þurra húð að nota Cream Wash hreinsinn og konum með blandaða húð að nota Facial Wash gelið. Ég er búin að prófa báða núna og Cream Wahs hentar minni húð mun betur. Skrúbbinn er ég svo búin að nota núna tvisvar í vikunni sem er að líða og hann hentar fyrir allar húðtýpur en hann er með örfínum kornum sem hjálpa húðinni við að endurnýja sig, fjarlægja dauðar húðfrumur og slíkt. Ef þið eruð með dáldið af bólum þá henta þessir fínu skrúbbar betur – eftir því sem kornin eru stærri því meiri líkur eru á að þið sprengið bólurnar og óhreinindin dreifa úr sér yfir húðina. Grapefruit línan inniheldur Microclear tækni sem felur í sér það að djúphreinsa húðina og losa hana við óhreinindi sem liggja djúpt inní henni og byggja upp varnir í húðinni gegn því að óhreinindi myndist.

Það besta við húðina er dásamlegi ilmurinn af vörunum sem ilma af greipávexti. Þær eru mjög mjúkar og einfaldar í notkun og fjarlægja allan farða og öll óhreindi. Ég nota þær þó ekki á augun en ég nota alltaf augnhreinsi mér finnst það bara alltaf henta mér betur.

Hin línan sem er appelsínugul og heitir Orange er fyrir olíumikla húð – samtals eru sex vörur í þeirri línu en ég ætla að gefa alla línuna á næstu dögum hér inná síðunni. Mig vantar nefninlega endilega lesanda til að prófa þær fyrir mig til að segja hvort vörurnar virki eða ekki.

Mæli með þessum ef ykkur vantar nýjar hreinsivörur þær eru líka svo fallegar á litinn – þrátt fyrir litinn þá er ekkert sem segir að karlmennirnir á heimilinu ættu ekki líka að nota vörurnar ;)

EH

 

Trend: Hyljaraþríhyrningurinn

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

  1. Herdís

    30. May 2014

    Spennandi, væri gaman að prófa þessa appelsínugulu :) Fást þessar vörur ekki í Hagkaup, eins og handáburðurinn?

  2. Edda Sif

    30. May 2014

    Eg hef séð mjog goða dóma um þessar vörur og væri mikið til i að prófa. Sjálf er eg með blandaða húð. Eg hef séð þetta oft inn a baði hja tengdo en aldrei þorað að prófa ;)

  3. Kristrún Ósk

    30. May 2014

    Vá hvað ég er glöð að sjá þetta! Er búin að bíða lengi lengi eftir að þessar vörur lætu sjá sig hérna :)

  4. Áslaug

    30. May 2014

    ég er til í að testa. Er með blandaða húð en er alltaf að fá einhverjar litlar bólur, er búin að prufa mikið af mismunandi hreinsivörum til að minnka þessa bólumyndun

  5. Þyrí

    30. May 2014

    Dóttir mín hún Guðrún Líf þyrfti endilega að fá a prófa þessar vörur, fær stundum bólur. Frábært hjá þér að hafa svona umfjöllun, takk fyrir það :-)

  6. María

    30. May 2014

    Þessar á myndinni eru uppáhalds vörurnar mínar og gera mjög mikið fyrir mig. Ég er sérstaklega hrifin af ”facial wash” sem er alltaf í sturtunni. Ég hef alltaf keypt mikið af þessum vörum þegar ég fer erlendis svo þetta gleður mjög mikið! Hvar fást þær og veistu sirka verð? Hvort að þær séu mun dýrari hér heima heldur en t.d. í Bretlandi :) ?

  7. Inga Rós

    30. May 2014

    Úúú mig hefur lengi langað í þessar vörur enda vinsælar hjá selebum :)

  8. Agata

    30. May 2014

    Er ad nota þessa og elska hana! Fegin ad hun se loks til. Buin ad vera med vandamalahud sidan eg var 13 og aldrei fundid neitt annad sem hentar.

  9. Rúna

    30. May 2014

    Væri alveg til í að vinna svona grapefruit!

  10. Kamilla

    30. May 2014

    Ég hef einmitt notað þessar vörur í nokkur ár, þvílík snilld ef maður fær stundum bólur og svona. Reyndar er húðin mín samt mjög fljót að mynda eitthvað ónæmi gegn þeim en ef ég tek reglulega pásur þá hverfa bólurnar á no time :) Elska líka body washið, snilld á bakinu og fleiri leiðindastaði..Takk fyrir skemmtilegt blogg! :)

  11. Sigrún

    30. May 2014

    Spennandi vörur! Veistu hver flytur þetta inn? Hvaða heildsala? :)

    • Kolbrún

      31. May 2014

      Ölgerðin er með þetta :)

  12. Kolbrún

    31. May 2014

    Æðislegar vörur og verðin eru djók kosta um 1500 kr í Lyf og Heilsu :)

  13. Svala Konráðsdóttir

    31. May 2014

    Và hvað èg væri til í að prufa! Er með svo feitt T-svæði og leiðinda bólur og vantar rèttu vörurnar!

  14. Sirra

    31. May 2014

    ummm hvað þetta eru girnilegar vörur! verð að prófa þær :)

  15. Hekla

    31. May 2014

    Hæhæ nú hljóma ég eflaust mjög kjánalega en ég á einmitt svona, en hvernig notar maður þetta eigilega haha?