fbpx

Video: Einföld förðun með nýjungum

BourjoisDiorÉg Mæli MeðHúðlorealMake Up StoremakeupMakeup ArtistMyndböndNáðu LúkkinuNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniShiseidoSS14YSL

Ég ákvað að breyta aðeins útaf vananum og skella í sýnikennsluvideo þar sem ég tek fyrir nokkrar spennandi nýjungar sem eru nú fáanlegar hjá snyrtivörumerkjum á Íslandi. Ég ákvað að hafa förðunina sumarlega og frísklega, hér sjáið þið lokaútkomuna og videoið er fyrir neðan…

nýjungarvideo3

Ég er að prófa mig áfram með nýja myndavél og því er ramminn utan um andlitið ekki alveg fullkominn en ég lofa að laga þetta fyrir næsta video :)

Hér sjáið þið svo betri vörumyndir af vörunum sem ég notaði í videoinu og smá lista með nöfnunum á þeim en ég hvet ykkur auðvitað til að kíkja á videoið og sjá hvernig ég nota vörurnar og hvernig þær koma út.VÖRURVIDEO

Hér eru vörurnar raðaðar eftir því hvernig þær birtast á myndinni en ekki eftir því í hvaða röð ég nota þær í myndbandinu:

Miracle Air de Teint frá Lancome – Sheer Eye Corrector frá Shiseido – Forever Light Creator frá Lancome – Hydralife Close-Up frá Dior – Marble Eyeshadow í litnum Rosso Asiago frá Make Up Store – La Base Paupieres Pro í lit nr. 02 frá Lancome – Lip Lover Gloss frá Lancome – 1 seconde gel naglalakk í litnum I like to Mauve it frá Bourjois – Wonder Powder frá Make Up Store – Diorskin Nude Tan frá Dior – Babydoll Kiss & Blush – Perfectly Defined Gel Eyeliner í litnum Scotch frá Bobbi Brown – á myndina vantar Brow Drama augabrúnagelið frá Maybelline.

nýjungarvideo

Lofa að fleiri sýnikennsuvideo eru væntanleg á næstunni – kremaugnskuggalúkk þar sem ég nota bara fingurna, videoumfjöllun um Miracle Skin Cream frá Garnier, gerviaugnhára video og svo heimadekur fyrir húðina þar sem ég segi ykkur frá hreinsun húðarinnar og einum af mínum uppáhalds húðmaska.

Hvernig finnst ykkur svona video þar sem ég tek fyrir margar nýjungar í einu? Þetta er kannski heldur langt en ég reyndi að stytta það eins og ég gat í „klippiherberginu“ ;)

EH

Þríhyrningar með ömmuspennum

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lilja

    14. May 2014

    Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt, og gaman að sjá hvernig þú notar hverja vöru til að ná heilstæðu lúkki :)