fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans: Að laga til mistök

makeupMakeup ArtistMakeup Tips

Ég hef sjálf mikla reynslu af því að vera að vanda mig að gera förðun og gera svo ein klaufaleg mistök sem eyðileggja allt að mínu mati alla vega. Ég hef því í gegnum árin nýtt mér nokkur einföld ráð sem ég hef lært af reynslunni eða lesið mér til um, prófað og þróað í takt við mínar þarfir.

Mér datt í hug að deila þeim helstu með ykkur en mögulega kannist þið við þónokkur þeirra :)

Að hreinsa burt litsterkan varalit:

Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að hætta við að vera með einhvern ákveðin varalit. Oftast þá er ég kannski að skipta úr sterkum lit í aðeins meira nude. Þar sem litapigment í sterkum varalitum geta fest sig vel í vörunum þá er gott að vera með góð ráð til að ná þeim alveg burt. Ég hef tvö ráð annars vegar þá er það að nota tvöfaldan olíuaugnhreinsi – olían þurrkar allt burt en hún getur líka verið til vandræða þegar þið setjið aftur á ykkur varalit. Ég mæli ekki með þessu ráði ef þið eruð að skipta úr einum áberandi varalit í annan áberandi þar sem liturinn gæti runnið til. Þetta ráð virkar helst þegar þið skiptið í nude litaðan þar sem hann sést varla.

Ef þið viljið hins vegar fara í annan litsterkan lit byrjið þá á því að taka sem mest af varalitunum af. Berið svo glæran varasalva yfir varirnar og þurrkið aftur af þeim – endurtakið þetta þar til varirnar eru orðnar hreinar. Varirnar vera líka ótrúlega vel nærðar og fallegar.

eda71abb85bb175a67166ae2c0f15e3d

Eyrnapinnar og rakakrem til að laga eyeliner:

Ef ég er að nota blautan eða gel eyeliner og geri mistök t.d. geri spíss sem ég þarf að laga til þá hef ég þá reglu að leyfa formúlunum að þorna alveg áður en ég laga til. Ef þið síðan takið eyrnapinna og dýfið honum í rakakrem (helst olíulaust) getið þið nuddað mistökin burt á no time og byrjað uppá nýtt. Ég segi olíulaust þar sem olían frá kreminu getur gert ykkur erfitt fyrir þegar þið byrjið aftur á eyelinerlínunni.

Að nota svamp sem strokleður:

Svampur er snilldartól til að hafa við hendina þegar þið eruð að farða ykkur. Hann virkar nefninlega alveg eins og strokleður. Að jafnaði nota ég nú ekki þessa þríhyrningasvampa þegar ég er að farða en þeir eru snilld þegar þarf að nudda í burtu of mikið sólarpúður, kinnalit eða augnskugga. Passið bara að svampurinn sé alveg þur og hann strokar út það sem þið þurfið burt.

sp001Að laga til glimmer:

Ef þið eruð að nota grófar glimmeragnir til að lífga uppá augnförðunina ykkar en þær fara kannski útum allt þá er eitt ráð sem bregst aldrei og það er að nota límband til að veiða þær upp. Stimplið límbandinu yfir glimmeragnirnar sem þið viljið burt og þær festast við límið og hverfa. Dáldið svona eins og að renna límrúllu yfir andlitið. Sama ráð getið þið líka notað til að hreinsa allt glimmerið af húðinni þegar þið þrífið hana.

Of mikið púður:

Ef þið misstuð ykkur aðeins of mikið í púðrinu og húðin varð of mött þannig að púðrið sést vel á húðinni ekki panikka. Ég hef alveg gert þetta óvart sérstaklega ef ég gleymi að dusta púðrinu úr burstanum áður en ég nota hann yfir húðina. Bíðið í smástund – ef þið eruð með olíumikla húð er líklegt að þetta geri lítið til og yfirborð húðarinnar jafni sig á nokkrum mínútum. Annars er snilld að vera með léttan andlitsúða – face mist og spreyja létt yfir alla húðina, haldið brúsanum bara í smá fjarlægð svo andlitið blotni ekki of mikið. Svona úða hef ég prófað frá MAC, Body Shop, Ole Henriksen og Youngblood en næst langar mig að testa Arctic Face Mist frá Skyn Iceland.

3999e488ed2892ce7eee4074c46d8df5 fa936e65b08d3bfbff55db79a7b74197

Fimm förðunarráð sem klikka aldrei hjá mér. Það síðasta er líka æðislegt að nýta til að fríska aðeins uppá förðunina yfir daginn. Það gefur húðinni frísklega áferð – svo vaknar húðin vel og maður endurnærist einhvern veginn.

Eigið góða helgi ég ætla að njóta dagsins uppí sveit með mömmuhópnum mínum. Ég vona innilega að við fáum gott veður svo við getum verið úti að leika í allan dag:)

EH

 

Náðu lúkkinu hennar Leighton

Skrifa Innlegg