fbpx

Bjútíklúbburinn: Dásemd í krukku

ChanelHúðNýjungar í SnyrtivöruheiminumSnyrtivörur

Eins og þið ættuð að þekkja núna þá fela færslurnar sem nefnast Bjútíklúbburinn í sér umsögn frá lesanda sem ég sendi vörur til að prófa. Bjútíklúbburinn er fastur liður í Reykjavík Makeup Journal en þriðja tölublaðið er alltaf á leiðinni… – þangað til verður bjútíklúbburinn fastagestur hér á síðunni.

Varan sem er tekin fyrir í Bjútíklúbbnum í dag er nýtt krem frá Chanel sem nefnist Le Lift. Til að gefa ykkur smá hugmynd um hvað liggur að baki formúlunni þá er hugsunin á bakvið það að það henti öllum konum. Húðin okkar eldist ekki eins en Le Lift kreminu er lýst sem smart skincare og aðlagar sig að þörfum húðarinnar. Í lýsingu um kremið segir að það auki teygjanleika húðarinnar, lagar áferð hennar og húðtón. Kremið fer hratt inní húðina og skilur eftir sig mjúka og áferðafallega húð.

Kremið er fáanlegt í þremur mismunandi áferðum créme – créme fine – créme riche – svo þið veljið bara það sem hentar ykkur. Kremið er ekkert endilega bara fyrir eldri húð heldur gæti ég alveg líka notað. Raunverulega hentar það 25 ára og eldri – það byggir upp varnir gegn öldrun húðar og það má segja að það varðveiti æskuljómann:)

chanelvor12-620x413

Ég hef alltaf verið hrifin af Chanel vörum þannig að ég tók vel í það þegar ég var beðin um að prófa Le Lift dagkremið frá þeim. Ég byrjaði ung að nota húðvörur enda var mér kennt á unga aldri að undirstaða fallegrar förðunar væri húðumhirða. Þegar ég fór að eldast lagði ég mig fram um að velja krem sem vinna gegn fínum línum og hrukkum. Hvort það virki skal ósatt látið en húðin mín er þó nokkuð góð miðað við aldur (þótt ég segi sjálf frá ☺) en fimmtugsafmælið nálgast nú hraðar en áður. Í dag finnst mér þó mikilvægast að mér líði vel í húðinni þegar ég ber á mig krem. Með aldrinum þornar húðin og ég finn oft fyrir þurrki og svona smá óþægindum í andlitinu. Í dag legg ég því mesta áherslu á að kremin sem ég nota minnki þessi óþægindi. Þá legg ég líka áherslu á – sérstaklega yfir veturinn – að andlitskremin auki ljóma húðarinnar og ekki finnst mér verra ef þau ilma vel, ekki of mikið heldur bara svona þægilega. Ég sæki auk þess meira í létt krem en þykk (þótt næturkremin séu oft þykkari).

En hvernig er Le Lift kremið? Ég las mér til um það, hvað það á að gera o.s.frv. en ákvað bara að meta það út frá mínum óskum þegar kemur að andlitskremum. Það fyrsta sem mér kom í huga var að krukkan væri aðeins of þung, ég myndi ekki taka hana með mér í ferðalög en svo opnaði ég hana og þá birtist þetta yndislega krem. Hrein dásemd í krukku. Kremið er silkimjúkt og ilmar vel, ekki of mikið heldur bara svona mátulega. Þegar ég bar það á mig var einhvern veginn eins og ég væri að bera súrefni á húðina („meikar“ engan „sens“ ábyggilega en þannig leið mér). Ég er núna búin að nota það í mánuð og það eykur augljóslega ljóma húðarinnar, hvort hrukkur hafi minnkað get ég lítið metið enda er það ekki endilega það sem ég er að sækjast eftir í dag. Mér líður vel í húðinni á að nota Le lift og það er eitthvað sem skiptir mig mun meira máli. Förðunin kemur líka vel út og enda ljómi húðarinnar meiri. Ég fékk þessa krukku gefins en myndi ég kaupa hana sjálf? Svarið er já, ég mun hiklaust kaupa þetta krem enda er það líka drjúkt og þú þarft ekki mikið af því í hvert skipti. Eins og ég segi Le Lift kremið er hreint út sagt dásemd í krukku. Mæli hiklaust með því.

– 48 ára

Mér finnst snilld að fá lesendur til að prófa vörurnar og ég tala nú ekki um þegar um er að ræða vörur sem henta mér sjálfri ekki sökum aldurs eða húðtýpu, ég vona að þið hinar hafið jafn gaman af og ég:)

Eigið frábæra helgi og ef ykkur vantar nýtt krem fyrir eldri húð þá er Le Lift kremið svo sannarlega eitthvað sem þið þurfið að skoða :)

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni: Dior Addict Fluid Stick

Skrifa Innlegg