Við fjölskyldan áttum alveg frábæra páska sem einkenndust af mikilli heimaveru, tiltekt og leti – fullkomið! Ég var einstaklega dugleg að prófa mig áfram með nýju myndavélina sem ég var að fá í láni frá Nýherja – nú er ég komin með mega græju Canon EOS 100D.
Hér sjáið þið brot af því besta hjá okkur í páskafríinu – varúð það er mikið af barnamyndum framundan ástfangna mamman missti sig aðeins ;)Á fyrsta degi frísins bjó sonur minn til bangsaland í rúmminu sínu. Hann heimtaði að fá alla bangsana sína inní herbergi og henti þeim svo einum í einu í rúmmið sitt. Svo þegar hann var búinn að ganga úr skugga um að allir bangsarnir væru komnir í heimtaði hann að fara til þeirra og þarna sat hann og las og lék sér allt fríið.Ég stútfyllti heimilið af lifandi blómum, páskaliljur, greinar og gulir túlípanar einkenndu heimilið um páskana. Mér finnst ekkert fallegra en að hafa lifandi blóm inná heimilinu og ég er mjög dugleg að kaupa mér blóm eða hvetja kallinn til að gefa mér.Páskagreinar með fallegum eggjum sem tengdó gaf okkur.Tinni Snær fékk þennan fína hægindastól úr IKEA í páskagjöf frá foreldrum sínum – í staðin fyrir páskaegg. Þessi verður ábyggilega ekki hvítur lengi ef ég þekki minn mann rétt.Túlípanar eru uppáhalds blómin mín – finnst ekkert fallegra. Ég er harðákveðin í því að þegar ég gifti mig verður blómvöndurinn minn úr hvítum túlípönum.
Það er fátt páskalegra en pastellitir ég fékk þessi flottu kerti frá Duni gefins fyrir páska og fannst upplagt að festa þau ofan á iittala kertastjakana til að breyta smá til.
Sætilíus :)Tinni Snær með sápukúlugræjuna sem hann fékk frá ömmu sinni og afa þegar þau komu frá Ameríku.Á páskadag skelltum við Tinni Snær í dýrindis brunch sonurinn vildi þó gera lítið annað en að borða ost – barnið gæti borðað heilt oststykki án þess að blikka!Ég er ástfangin af skýjabakkanum sem ég nota hér undir ostinn sem ég fékk í Hrím Eldhús.Þessum fannst páskaeggið mjög spennandi eins og sést á næstu myndum! Lesa málsháttinn:)Á páskadag fórum við í kalkún til mömmu og pabba – það er fátt betra en góður kalkúnn og allt meðlætið!!!
Sætar kartöflur – mmm svo gott :)Tinni Snær og langamma sín :)Tinni Snær og mamma sín. Sonurinn heldur hér á einni uppáhalds myndinni okkar Frozen sem við erum búin að horfa ansi oft saman á yfir páskana – kærkomin breyting frá Aulanum Ég ;)Tinni Snær og amma og afi.Bróðir minn og fallega kærastan hans:)Aðeins að lita á milli rétta.Tinni Snær og Langi sinn :)
Frábærir páskar að baki ég er alveg endurnærð eftir frábært frí. Ég elska páskana þá getur maður alveg farið í frí maður er ekki á fullu að kaupa gjafir eða þrífa og getur bara notið þess að liggja með tærnar uppí lofti!
Vona að þið hafið átt frábæra páska***
EH
Skrifa Innlegg