Ég lá í gær yfir alls konar páskaskreytingum á Pinterest. Ég var í einhverju nostalgíu kasti að rifja upp þá tíma þegar ég var lítil og föndraði með frændsystkinum mínum páskaskraut hjá ömmu okkar á hverju einasta ári. Heima hjá mér er lítið páskaskreytt enda jafnvel bæði mikil peninga- og tímaeyðsla fyrir aðallega bara fimm daga.
Ég keypti reyndar greinar sem mér finnst ómissandi um páskana og boðar í mínum huga komu vorsins (reyndar þegar ég skrifa þetta er snjókoma fyrir utan gluggann í vinnunni). Í gær skreytti ég svo greinarnar með páskaeggjum og dáðist að einu horni í íbúðinni minni sem var undirlagt páskaþemanu á meðan stríðsástand var á restinni af heimilinu mínu.
Ég er nú ekki trúuð manneskja svo páskarnir eru bara tími til að njóta þess að vera með mínu fólki, borða góðan mat og innihald páskaeggsins. En einhver tíman í framtíðinni þegar ég hef nægan tíma ætla ég að vera manneskjan sem páskaskreytir heima hjá mér – með fallegum skreyttum eggjum, páskaliljum, túllípönum og pastellitum…
Æjj mér finnst þetta voðalega fallegt og ég heiti því að gera þetta einhver tíman. Ég ætla reyndar að taka mér frí yfir páskana og hver veit nema ég taki kannski smá föndurstund ég er nú þegar fallinn fyrir þessum pastellituðu blómakrukkum hér fyrir ofan sem ég væri til í að gera.
Páskaskreytið þið heima hjá ykkur?
EH
Skrifa Innlegg