Nú er sýning Farmers Market á 5. Reykjavík Fashion Festival lokið. Bergþóra sýndi ótrúlega fjölbreytt úrval flíka og sýningin var ekta Farmers Market, hlýleg, náttúruleg og íslensk.
Fyrirsæturnar gengu rólega eftir pallinum í átt að endanum þar sem haf ljósmyndara mætti þeim. Tónlistin var lifandi og karlakór flutti rólega tóna.
Fríða María sá um að hanna förðunarlúkkið sem var mjög náttúrulegt en hún bætti svo freknum á andlit fyrirsætanna en hún notaði airbrush augabrúnalit til að gera það. Virkilega skemmtileg útkoma!
Virkilega falleg sýning sem ég hlakka til að sýna ykkur betur frá innan skamms – en nú er það Ziska ;)
EH
Skrifa Innlegg