Æjj ég ákvað nú bara að skella í eina símadress mynd í gær – ég var ágætlega ánægð með flíkurnar sem ég skellti yfir mig í gærmorgun og langaði að deila með ykkur útkomunni.
Peysa: Farmers Market
Leðurjakki: VILA, Kaupmannahöfn – vætanlegur til Íslands í vikunni
Peysa: VILA
Buxur: Zara
Förðun: Blur Cream, L’Oreal
Staðsetning: Gloria á Laugaveginum
Ást mín á fallegu Farmers Market peysunni er endalaus en ég tók þó ástfóstri við nýja leðurjakkann minn um leið og ég eignaðist hann. Það hafði einhvern veginn aldrei hvarflað að mér að nota þessar tvær flíkur saman en ég er virkilega ánægð með útkomuna. Svona íslenskt prjón yfir biker leðurjakka – ég held þetta sé bara skothelt saman og þetta duo verður mikið notað á næstunni.
Veðrið á klakanum var þó ekki alveg uppá sitt besta í gær en peysan hlýjaði mér vel þegar ég þurfti að rölta smá spöl í vinnuna til Aðalsteins sem tekur sirka 10 mínútur frá minni vinnu. Ég ákvað að skella í nokkrar selfie á leiðinni til að ná að festa kraftinn í rokinu og rigningunni á leiðinni.
Með myndinni fylgdi textinn –
Stundum getur maður ekki annað en reynt að hafa gaman af því að búa í landi sem finnst ekkert skemmtilegra en að sýna íbúum þess kraftinn sem það býr yfir og skellt sér í göngutúr!
Vitiði þetta var eiginlega bara ótrúlega hressandi göngutúr sem ég var mjög ánægð með að hafa drifið mig í. Svo er bara að vona að ég vakni ekki með kvef og hálsbólgu á morgun. Svo var ég líka mjög þakklát að vera maskaralaus – ég hefði ekki viljað hafa hann lekandi niður eftir andlitinu :)
EH
Skrifa Innlegg