fbpx

Sumarilmirnir frá Escada

Ég Mæli MeðIlmirNýtt í snyrtibuddunni minniSS14

Færslan um Escada ilmina er árleg það er bara þannig með eina vinsælustu sumarilmi heims! Í ár eru tveir sumarilmir sem verða fáanlegir frá merkinu – einn nýr og einn sem hefur komið út áður…escadasumar10Pakkningarnar frá Escada eru alltaf flottar, litríkar og líflegar. Escada sumarilmirnir hafa slegið í gegn á Íslandi og hafa verið meðal vinsælustu ilmanna síðan þeir komu fyrst í sölu. Ég man að mamma mín fékk sér einn af fyrstu sumarilmunum sem fengust hér á Íslandi hann var minnir mig í bláu og bleiku glasi, ég man ómögulega hvað hann hét. En ég man að ég stalst ófáum sinnum í hann.
escadasumar2Hér eru svo glösin – ekki minna litríkari en umbúðirnar. Bæði ilmvötnin eru Eau de Toilette og fást í 30ml og 50ml glösum. Bæði glösin eru svo að sjálfsögðu með hinni þekktu lögun Escada sumarilmvatnanna. escada2collageNýji ilmurinn í ár ber nafnið born in Paradise. Mér finnst þetta mjög ferskur ilmur sem hentar mér vel. Hann er léttur og þægilegur og það fer ekki mikið fyrir honum. Ilmurinn er sætur en samt ekki eins og margir aðrir af sumarilmunum frá merkinu. Mér persónulega finnsst þessi ilmur mjög ólíkur síðustu sumarilmum frá Escada, hann er bara einhvern veginn frísklegri. Ilmirnir tveir sem eru fáanlegir í sumar eru mjög ólíkir – á skemmtilegan hátt því þá er kannski eitthvað sem hentar öllum.

Tónarnir í ilminum samanstanda af grænu epli og vatnsmelónu sem opna ilminn og blandast saman við sætt guava sem eykur frískleika ilmsins. Hjarta ilmsins samanstendur af kókosmjólk og ananas. Í grunninn er ilmurinn svo blanda af sandlevið-, sedrusvið-, og meskutónum sem dýpka ilminn og mýkja hann.

Með þessum ilmi er einnig fáanlegt body lotion í 150ml umbúðum. Mér finnst mjög gott að nota body lotion með þessum sumarilmum þegar hitinn er kominn. Gefa húðinni góða næringu og góðan raka sem mun skila sér í mun fallegri húð. Svo skemmir góði ilmurinn ekki fyrir.
escadacollageTaj Sunset sem þið sjáið hér fyrir ofan hefur áður komið í sölu frá Escada. En þetta ilmvatn er vinsælasti sumarilmurinn sem hefur komið frá merkinu en hann kom í sölu sumarið 2011. Ég man sjálf mjög vel eftir þessum ilmi, ég fattaði hvor ilmurinn það var sem væri að koma aftur um leið og ég fann ilminn af honum. Þessi er ótrúlega frísklegur og það er ekki skrítið hversu margar konur hafa fallið fyrir honum.

Ég er nú þegar aðeins búin að fjalla um nýju sumarilmina en ég held það gæti verið gaman að skella þeim öllum saman í eina umfjöllun bara svo þið sjáið það helsta sem er í gangi í ilmvatnsheiminum fyrir næstu árstíð.

Escada ilmirnir koma bara í takmörkuðu upplagi eins og venjulega svo ef þið eruð spenntar fyrir þessum fyrir ofan er um að gera að tryggja sér eintak sem fyrst. Ég hef svo trú á því að þegar maður er komin með góðan sumarilm á húðina þá líði manni eins og að sumarið sé komið hvort sem það er snjór, haglél eða sól :)

EH

p.s. ég er búin að draga út sigurvegarann í L’Oreal maskaraleiknum….Screen Shot 2014-03-08 at 12.10.41 PM Screen Shot 2014-03-08 at 12.14.18 PMTil lukku Sigga Dóra – endilega sendu mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um hvert ég má senda maskarann :)

Jökull í Kraum Junior

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    8. March 2014

    Ég VAR að koma heim úr Hagkaup þar sem ég spreyjaði á mig Taj Sunset… ELSKA þessa lykt!! Ég gæti étið á mér úlnliðina núna þeir ilma svo vel:)

  2. Inga Rós

    8. March 2014

    Hef aldrei gerst svo fræg að eignast Escada sumarilm, kannski maður sniffi smá í næstu búðarferð :)