fbpx

Spennandi förðunarvörur í ilmhúsinu við Aðalstræti

Ég Mæli MeðLífið MittmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Núna í haust opnaði ný verslun við ilmhús. Þetta er æðisleg verslun sem gengur undir nafninu Madison. Madison er við hliðiná Te & Kaffi í Aðalstrætinu og ef þið hafið ekki enn kíkt þangað þá mæli ég með því að þið gerið það hið snarasta – náið ykkur í einn kaffibolla og röltið svo hring. Ég hef ófáum sinnum rölt í gegnum verslunina sem er með dýrindis snyrtivörur fyrir bæði kynin í boði. Þó nokkrar jólagjafir voru keyptar í Madison þar á meðal handáburður frá Aesop fyrir tengdó og alvöru rakhnífur fyrir Aðalstein. Þarna er boðið uppá frábæra þjónustu og gæðavörur.

byterry9

Fyrir helgi var mér boðið á snyrtivörukynningu hjá Madison þar sem förðunarfræðingur á vegum merkisins By Terry var í smá heimsókn á Íslandi. Ég var virkilega spennt að fá að heyra meira um merkið sem ég var þá nokkrum sinnum aðeins búin að pota í en ég afþakka alltaf alla aðstoð – ég er svona leiðinlegur viðskitavinur sem segir alltaf “bara að skoða” – þarf að hætta því. En nú var ég mætt í þeim tilgangi að læra og það gerði ég.

Merkið By Terry var búið til af Terry de Gunzborg – ef þið eruð snyrtivöruunnendur þá verðið þið vafalaust spenntar fyrir vörunum þegar þið sjáið hvaða heimsfrægu förðunarvöru Terry fann uppá! Terry starfaði nefninlega áður hjá merkinu Yves Saint Laurent og fann upp eina bestu snyrtivöru sem nokkur tíman hefur komið á markaðinn – gullpennann, Touche Eclat. Þegar ég heyrði það fann ég hvað ég spenntist öll upp og leitaði þegar í borðinu að vöru sem væri sambærileg pennanum. Að sjálfsögðu er boðið uppá svipaða vöru hjá By Terry sem að sögn hennar er betri en sá upprunalegi þar sem hún hafði gefið sér góðan tíma til að endurbæta formúlu upprunalega pennans sem hún að sjálfsögðu kunni uppá hár. Ég skoðaði pennann, TOUCH-EXPERT ADVANCED, og hann lítur mjög vel út og ég verð endilega að eignast einn fljótlega til að prófa almennilega. Önnur vara sem er líka á óskalistanum frá merkinu er Light Expert sem er eins og penninn nema bara fyrir allt andlitið. Virkilega falleg áferð sem kemur á húðina með farðanum sem er ótrúlega léttur.

byterry5Hér fyrir ofan sjáið þið myndir af nýjasta farðanum frá merkinu sem inniheldur einnig serum. Svo á meðan þið eruð með farðann þá er hann að vinna í því að næra húðina og vinna á móti öldrun hennar.

By Terry er merki sem býður uppá hágæða förðunarvörur sem eru um leið húðvörur. Þetta eru allt vörur sem eru gerðar með það í huga að gera miklu meira en bara að fegra yfirborð húðarinnar. Langflestar vörurnar innihalda Hyalunic Acid sem er einstaklega rakagefandi efni sem virkar dáldið eins og uppfyllingarefni. En í staðin fyrir að mynda filmu yfir húðinni eins og primerar þá fer Hyalunic sýran inní húðina og hjálpar henni að fylla í línurnar innan frá og þá verður árangurinn einnig varanlegri. Þetta er efni sem er búið að vera eitt vinsælasta efni í snyrtivörum undanfarið ár en Terry kann svo sannarlega að nota það. Ein af vörunum sem er t.d. í boði hjá henni er litlaust mattandi púður sem inniheldur Hyalunic Acid – ég hef aldrei fundið svona fallega áferð koma frá neinu púðri áður. Ég fékk að heyra það að þetta er einmitt varan sem flestist makeup artistar eru hrifnastir af hjá merkinu – ég er alla vega ekki búin að hætta að hugsa um það ég verð að eignast það.

byterry2Vorlínan frá merkinu inniheldur létt CC krem sem, gefa litla sem enga eru nánast litlaus og rétta litarhátt húðarinnar og gefa henni fallegan ljóma. Þetta er æðislegt í sumar þegar við viljum að húðin sé sem náttúrulegust. Einnig eru skemmtilegir kinnalitir í línunni – glossaðir og náttúrulegir.

Terry hefur verið kölluð Steve Jobs förðunarheimsins en hún er sannkallaður snillingur þegar kemur að því að búa til förðunarvörur því komst ég að í síðustu viku. Hún vill alls ekki að það sé neinn ruglingur um hver sé munurinn á vörunum sínum og vill frekar hafa færri og betri vörur en fleiri og kannski ekki eins góðar. Til að nefna dæmi um það þá eru engir púðuraugnskuggar til hjá By Terry – það eru einungis til kremaðir augnskuggar í pennaformi. Þeir eru virkilega fallegir og það er einfaldlega hægt að bera þá á með fingrunum – förðunarfræðingurinn hjá By Terry seldi mér alla vega alveg þá hugmynd að þessir skuggar væru allt sem þarf. Annað dæmi er að það er bara til einn maskari hjá merkinu. Terry eyddi löngum tíma í að gera hinn fullkomna maskara, hann er til í þónokkrum litum. Hann lengir, þéttir og þykkir og örvar vöxt augnháranna. Ég fékk einn maskara til að prófa og ég er spennt að sjá og sýna ykkur útkomuna von bráðar.

byterry3Baume de Rose er signature varan frá By Terry. Í tilefni af afmæli vörunnar þá var gefin út sérstök afmælisútgáfa af varasalvanum sem er samt svo miklu meira en bara það. Varasalvinn nærir varirnar og gefur þykkan og náttúrulegan gljáa frá sér. Hann er bæði til í krukku og svona glossumbúðum – ef þið gefið ykkur tíma til að kíkja við í Madison þá verðið þið að fá að prófa að setja þennan á varirnar til að skilja hvað það er sem er svona sérstakt við hann. En varasalvann má líka nota t.d. sem næringu á naglaböndin.

byterry7 byterry8 byterry6

Ég fékk smá gjafapoka til að taka með mér heim, þrjár vörur voru í pokanum ásamt fallegri buddu frá merkinu. Ég fékk serum farðann, maskarann og Baume de Rose. byterry14byterry12 byterry11Hlakka til að sýna ykkur betur vörurnar og hvernig þær koma út innan skamms!

Takk fyrir mig Madison Ilmhús***

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni: & Other Stories

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Gerður Guðrún

    13. February 2014

    Ég er alltaf á leiðinni að kíkja, hef heyrt ekkert nema gott um þessar vörur. Væri gaman að fá þitt álit á farðanum og maskaranum, smá review vegna þess að þú ert svo mikill snillingur :)

  2. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    14. February 2014

    Ég er einmitt að leita mér að kremaugnskugga sem er hægt að bera á með puttunum þegar maður er að flýta sér – væri gaman að skoða þessa =)