fbpx

Óð í Múmínbolla

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Ég hef nú sagt ykkur frá söfnunaráráttu minni – hún er rosaleg á köflum! Hluti sem ég elska að safna mér sérstaklega eru múmínbollar. Ég á orðið ansi stórt og flott safn sem samanstendur af núna 12 bollum, þar af eru 2 jólabollar sem eru aðeins teknir fram í desember.

Aðalsteinn lagði til að við myndum kannski hætta að safna bollum í bili og safna kannski skálum eða diskum í staðin. Ég sagði sjáum til en ég get alls ekki staðið við það að hætta að safna þeim þar sem nýju bollarnir eru svo fallegir!

Ég tók saman myndir af nýju bollunum sem eru að mínu mati hver öðrum fallegri…

Tove_100_jubilee_mug_2000Þessi bolli er safnaraeintak hann var gerður í tilefni 100 ára afmæli Tove Janson sem er í ár. Þetta er bolli sem ég verð bara að eignast ég ætla einmitt að fara á nokkra staði hér á Íslandi á eftir og sjáhvort bollinn sé nokkuð kominn en hann er uppseldur á mörgum stöðum. Hann var ekki kominn útí Kaupmannahöfn þegar ég var þar því miður.adventure-move-mug_9e40a0f222de82d9087cfc355fb23cce_1385210209Þetta er síðasti safnarabollinn sem kom núna í haust. Hann keypti ég strax enda gullfallegur bolli og svo skemmtilega ólíkur öllum hinum. 1488316_614115578636586_1978163085_nNýji mömmubollinn finnst mér æðislegur. Sá sem var fyrir var rauður en þessi er líflegri. Reglulega skipta þeir út karakterbollunum og í ár skiptu þeir út múmínhjónunum en í fyrra voru það múmínsnáðinn og stelpan sem fengu smá yfirhalningu.Moominpappa_muki_sininenHér er svo pabbinn, virkilega fallegur þessi blái litur en sá sem var fyrir var svartur og hvítur þessi er mun líflegri.1530401_617964878251656_1150308049_nSvo var verið að segja frá sumarbollanum í ár. Mjög skemmtilegur og mun flottari heldur en sá sem var í fyrra að mínu mati. Ég einmitt sleppti honum en mig langar í þennan.Screen-shot-2012-08-24-at-5.48.48-PMÞegar ég byrjaði að safna bollunum þá keypti ég þrjá bolla á Kastrup þegar við fórum til Kaupmannahafnar fyrir tveimur árum síðan þar er nefninlega hægt að kaupa 2 bolla en fá þrjá – í Illum á vellinum. Ég kíkti þangað núna en nýju bollarnir voru allir uppseldir. Sama sumar fór pabbi til Finnlands og þá keypti hann líka þrjá bolla fyrir mig svo um leið og söfnunin hófst var ég komin með gott safn. Hér fyrir ofan sjáið þið hópmynd sem ég tók fyrir 2 árum af nýja bollasafninu sem er í dag helmingi stærra :)

Ég held ég muni eiga mjög erfitt með að hætta að safna múmínbollum. Ég elska allt sem tengist múmín það vita allir sem þekkja mig. Amma hans Aðalstein er finnsk og við deilum þessari ást okkar á múmínálfum og gefum reglulega hvor annarri múmínglaðninga. Ástin á þessum yndislegu karakterum er svo mikil að það kæmi mér ekki á óvart ef ég myndi einhver tíman búa í háu, hringlóttu bláu húsi með rauðu þaki – tengdaamma mín myndi þá fá að búa hjá okkur á háaloftinu henni myndi ekki finnast það leiðinlegt :)

Ef þið eruð jafn hrifin og ég af múmín þá verðið þið jafn glöð og ég þegar þið heyrið að múmínvefverslunin er farin að senda til Íslands!! Jeijj – meira HÉR.

EH

Snyrtivörur frá Bláa Lóninu

Skrifa Innlegg

16 Skilaboð

  1. Agata

    7. February 2014

    Fór í múmíndalinn sem krakki og jeeeeminn hvað það var gaman!! Fallegir bollar annars :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. February 2014

      Ó mig dreymir um að fara þangað :) Við fjölskyldan stefnum á ferð til Finnlands í sumar einmitt ;)

  2. Unnur

    7. February 2014

    Ég þrái einmitt líka nýja 100 ára afmælisbollann, endilega láttu vita ef þú finnur hann einhvers staðar :-)

  3. María

    7. February 2014

    Efsti bollinn kemur að öllum líkindum ekki til landsins! Heyrði að hann hafi selst upp strax! – en maður getur vonað :)

        • Soffia Gardarsdottir

          8. February 2014

          Ahhhh nei – out of stock!

          En hins vegar: We apologize for the Jubilee mug being out of stock at the moment. We will get another batch in February and we will let everyone know in our social channels when the mug is again in stock.

          Kemur aftur til þeirra!

          • Reykjavík Fashion Journal

            8. February 2014

            Ohh já ég er komin á biðlista eftr þeim en er að reyna að sannfæra aðrar sölusíður að senda mér til Íslands.

  4. Unnur

    7. February 2014

    Svo er alveg æðisleg múmínlína fyrir börn núna til sölu í Lindex ef þig vantar ietthvað á litla gaurinn ;-)

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. February 2014

      Já þau eru svo sæt! En ég er komin í smá innkaupabann eftir að ég fór hamförum í innkaupum í síðustu utanlandsferð þegar ég keypti dáldið mikið á soninn :D

  5. Díana

    7. February 2014

    Loksin einhver sem er eins “klikkuð” og ég og skilur ást mína á þeim haha.. minn draumur er að komast í múmíndalinn og aumingjans 5mánaða strákurinn minn er óumbeðinn orðinn múmín fan :) ég á 20 bolla en mér fannst það vera leyndarmál, gott að svo þarf ekki að vera :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. February 2014

      hahaha – nákvæmlega sama í gangi á mínu heimili. Tinni Snær á alla múmínkarakterana sem bangsa, hann sefur í múmínnáttfötum með múmínsæng og borðar bara með múmínleirtaui… Ástandið á mínu heimili er slæmt ;) En mér finnst þetta bara svo yndislegir karakterar svo það er ekkert að þessu að mínu mati ;)

  6. Þórdís

    7. February 2014

    Veistu nokkuð hvort þeir fáist á AK? og í hvaða búð þá? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. February 2014

      ohh nei því miður… vonandi sér einhver lesandi þessa spurningu sem lumar á réttu svari fyrir þig :)

  7. Berglind

    12. February 2014

    Ég er forfallinn múmínfíkill, gaman að vita að það séu fleiri þarna úti ;) var svo heppin að fá afmælisbollann í fyrirfram-afmælisgjöf frá systur minni, hann var keyptur í Svíþjóð og er fallegri en á myndinni ef eitthvað er! Mátt gjarnan deila myndum af barna-múmín hlutunum á heimilinu, hvar fékkstu t.d. rúmföt og náttföt?