Strigaskór með wedge hæl eru algjörlega ómissandi fyrir sumarið ef marka má alla helstu tísku vefmiðlana. Ég safnaði saman nokkrum hér meðal annars Isabel Marant skónnum sem flestar ættu að kannast við úr Love on Top vídjóinu hennar Beyonce en þeir seldust upp held ég fljótlega eftir að myndbandið birtist fyrst. Fleiri hönnuðir hafa komið fram með sýna útfærslu af strigaskónnum og að sjálfsögðu uppáhalds eBay þar sem mér finnst líklegast að ég næli mér í eitt par. Langar reyndar mest í ljósa en þeir eru ekki fundnir enn svo ég held áfram að leita.
EH
Skrifa Innlegg