fbpx

Við elskum Lúllu!

Ég Mæli MeðMömmubloggTinni & Tumi

Nú þarf ég að fara að kynna ykkur fyrir vinkonu okkar Tuma henni Lúllu. Lúlla er alveg yndislega falleg dúkka sem er hugarfóstur þriggja flottra kvenna, Eyrúnar (sem á hugmyndina að Lúllu) auk Sólveigar og Birnu. Lúlla er ein fallegasta dúkka sem ég hef séð, ég elska allt við hana og þá sérstaklega róna sem henni fylgir…

photo-10

Lúlla er með hjartslátt, þegar maður þrýstir á hjartað sem er á henni miðri og heldur í 2 sekúndur heyrist sláttur og Lúlla fer að anda, mjög rólega og mjúklega. Tumi hefur átt Lúllu frá því hann var um tveggja vikna gamall og þau hafa verið bestu vinir síðan þá. Þau knúsast og kúra saman en svo rífast þau stundum líka – Tumi er stundum ekki alveg í stuði fyrir Lúllu sína. Það eru mjög fyndin augnablik þegar Lúlla pirrar Tuma, því þau augnablik endast í nokkrar sekúndur og svo sættast þau og halda áfram að kúra saman.

Nú hugsið þið eflaust, hvað er að þessari mömmu svona samband getur ekki myndast svona fljótt á milli barns og dúkku en Lúlla hún er einstök. Lúlla byggir á nákvæmum rannsóknum á áhrifum nándar, andadráttar og hjartsláttar á á svefn og heilsu ungabarna. En niðurstöðurnar sína að með þessum áhrifum sofna börn á skemmri tíma og þau sofa lengur í hverjum lúr, hjartslátturinn og andadrátturinn róar þau, með áhrifunum eru líkur á SIDS (sudden infant death syndrome) minni, ungabörn fá mikla örvun og áhrifin hjálpa ungabörnum einnig að slaka á svo þau verða minna stressuð.

Lúlla hljómar kannski of góð til að vera sönn en ég get tekið undir með þessu öllu saman. Tumi sefur alveg svakalega vel með Lúllu, hún fer allt með okkur, í vagninn, í bílinn og þau kúra saman á nóttunni. Ég finn að ég er sjálf rólegri þegar Lúlla er með Tuma í vöggunni á nóttunni – Lúlla hefur stundum að mér finnst sömu áhrif á mig og Tuma, hún hjálpar okkur að slaka á. Ég las mér til um það á heimasíðu RoRo sem er heimili Lúllu, að hún hafi verið prófuð meðal fyrirbura á vökudeild Barnaspítalans sem var mikilvægur hluti í gerð dúkkunnar. Ég hefði mikið verið til í að hafa haft Lúllu hjá okkur þar en Tumi var mjög stressaður og órólegur í fráhvörfunum sem hann fékk og ég trúi því miðað við það sem ég sé nú – áhrifin sem hún hefur á líðan hans núna – að hún hefði svo sannarlea hjálpað.

Ég hef sjálf ekki reynslu af öðrum svona böngsum sem gefa frá sér hljóð eins en ég get heilshugar mælt með henni Lúllu minni. Mér finnst þetta alveg frábær hugmynd og frábær hönnun. Lúlla ætti að vera sængurgjöf flestra barna að mínu mati en hún er jafn ómissandi fyrir mig eins og vagninn og bílstóllinn.

Lúllu getið þið fengið á heimasíðu RoRo.is, á Facebooksíðu RóRó og þar getið þið einnig lesið ykkur meira til um hana:)

EH

Tumi fékk Lúllu að gjöf frá RoRo, ég vil þó taka það fram að allt sem ég skrifa hér fyrir ofan er skrifað af hreinskilni og einlægni. Ég geri miklar kröfur til alls sem tengist börnunum mínum og ég meina allt 150% sem ég hef um hana Lúllu að segja :)

Nýtt fyrir strákana

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Unnur Eiríksdóttir

    28. September 2015

    Ég mæli 100% með Lullu. Ég gaf dótturdóttur minni dúkkuna í sumar þegar hún var tveggja ára og hún hefur varla sleppt henni hendinni síðan hún sá hana í taupokanum. Kallaði hana strax beibí og setti a hana bleiju. Yndislegt að sjá hvernig hún brást við dúkkunni. Hún ferðast með hana um allt.
    Takk fyrir þessa frábæru dúkku.

  2. Jóhanna

    28. September 2015

    Mæli 100% með Lúllu, fyrir barnið og mömmuna líka :)

  3. Helga

    5. October 2015

    Minn lilli er að verða 3ja mánaða, eftir að ég fékk Lúllu handa honum fór hann úr því að vakna á klukkustunda fresti yfir nóttina í að sofa alla nóttina með einni drykkjarpásu :) Þvílík himnasending, bæði fyrir mig og barnið þar sem honum líður svo miklu betur og er öruggari alla nóttina.

    • Reykjavík Fashion Journal

      6. October 2015

      Svo sammála þér, ég veit ekki hvað það er en mér sjálfri líður betur og er einhvern vegin rólegri yfir honum á næturnar þegar ég veit að Lúlla er hjá honum :)