fbpx

Varalitadagbók #23

Bobbi BrownFallegtLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Þið hafið kannski séð mig áður skrifa um aðdáun mína á varalitunum frá Bobbi Brown en mér þykja litirnir frá merkinu meðal þeirra bestu sem fást. En Creamy Matte varalitirnir frá merkinu eru í langmestu uppáhaldi af varalitum sem fást á Íslandi!

Nýlega komu nokkrir ótrúlega fallegir og bjartir varalitir í sölu hjá merkinu á Íslandi og augað laðast svo sannarlega að þeim. Hér sjáið þið nýja liti í Rich Lip Color línunni frá einni af klárustu konum sem hafa verið til í hinum stóra förðunarheimi.

10488055_871942402835228_2254185471941264794_n

Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að varalitirnir frá merkinu eru meðal þeirra bestu af þeim sem ég hef prófað. Það eru til nokkrar línur innan merksins og ég held að allar konur geti auðveldlega fundið lit við sitt hæfi á meðal þeirra sem eru í boði hér. Oftar en ekki er svo til gloss í sama lit og varalitirnir svo þið finnið bara þann lit sem hentar ykkur. Af þessum sem þið sjáið hér á myndinni að ofan heillaðist ég mest að litnum lengst til hægri – Cosmic Pink!

bobbivaralitur4

Myndirnar hér að ofan gefa ekki alveg rétta mynd af litnum að mínu mati því hann er fáránlega sterkur og flottur eins og þið sjáið betur hér fyrir neðan.

bobbivaralitur

Varalitur dagsins hjá mér í þetta sinn. Það getur bjargað skapinu í heimilisframkvæmdum að vera með fallegan varalit og ég er rosalega skotin í litnum þegar ég virði hann fyrir mér á myndinni af sjálfri mér. Ég held ég heillist mikið af akkurat þessum litatón því ég man akkurat núna eftir nokkrum svipuðum sem liggja í snyrtiborðinu mínu þar sem þeir bíða eftir að vera notaðir í næsta sinn.

En svo ég segi ykkur nú aðeins frá því sem Rich Lip Color litirnir segjast gera en það er að þeir gefa vörunum góða næringu eins og sést eiginlega bara á þeim á vörunum – sjáið þið glansinn – þarna er rakinn! Litirnir eru með svona eitursterkum pigmentum og hver öðrum fallegri. Vegna styrks og rakamagns varalitanna endast þeir vel og lengi á vörunum. Á svona varalitum dofnar þó oft glansinn og það þarf kannski að bæta aðeins á hann þegar líður á daginn.

Varalitur dagsins míns!

EH

Varaliturinn sem ég skrifa hér um fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Topp 10: Opnun Vero Moda í Kringlunni

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Sirra

    24. July 2014

    váá flottur – fer þér líka vel :)

  2. Kamilla

    26. July 2014

    Hæhæ Erna, veistu nokkuð hvort hægt er að fá Origins snyrtivörurnar einhversstaðar á Íslandi? :) Takk fyrir frábært blogg! xx

    • Hæ Kamilla! Mér finnst þessar líta mjög kunnuglega út… – ertu búin að kíkja t.d. í Heilsuhúsið?

      • Kamilla

        28. July 2014

        Nei ég var ekki búin að kíkja þangað, verð að gera það við fyrsta tækifæri!