fbpx

Varalitadagbók #12

Varalitur: MAC, Archies Girls – Betty Bright

*Lokkurinn var ekki uppstilltur – lofa;)

Í kvöld er það svo fyrsta almennilega deitkvöldið hjá okkur unnustanum í langan tíma – eða síðan við eignuðumst Tinna. Við ætlum að kíkja á Íslenska Dansflokkinn, kemur ekki annað til greina en að fylgjast vel með honum þegar maður er í sambandi með fyrrum atvinnumanni í dansi <3

EH

Hrein Húð

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hildur

    13. April 2013

    Oooh ég elska þennan varalit, keypti hann líka :) Gallinn er að mér finnst hann setjast svolítið mikið í ójöfnurnar í vörunum, sem sagt sprungur og svoleiðis. Samt skrúbba ég oft varirnar, og sérstaklega áður en ég set þennan á mig. Þú átt kannski einhver góð ráð við svoleiðis vanda? ;)

    • haha já hann gerir það líka hjá mér – eins og kannski sést hér á myndinni. En ég læt mig bara hafa það því mér finnst hann svo flottur. Þetta finnst mér reyndar mjög algengt með varaliti sem innihalda sterk litapigment og eru frekar mattir. En þegar ég skrúbba varirnar mínar þá finnst mér best að nota blautan þvottapoka og nudda vel varirnar eða ef ég er sérstaklega slæm þá nota ég mjúkan tannbursta eins og t.d. barnatannbursta settu svo nóg af varasalva á varirnar. Þetta er best að gera svolitlu áður en þú berð á þig varalitinn svo varirnar jafni sig – kannski sirka klukkutíma áður;)

      • Hildur

        14. April 2013

        Takk takk, prófa þetta :) Og já, maður lætur sig algjörlega hafa þetta þegar liturinn er svona fallegur :D