fbpx

Uppáhalds heimilisilmurinn minn

Blue LagoonFyrir Heimilið

Vörurnar sem ég skrifa hér um fékk ég að gjöf frá Blue Lagoon. Ég skrifa um þær af eigin frumkvæði og af hreinskilni***

Ég hef alltaf haft dálæti af ilmkertum og yfirleitt ringlað annað heimilisfólk í rýminu með hinum ýmsi ilmkertum. En í desember kynntist ég ilmkerti fyrir heimilið sem ég er alveg yfir mig hrifin af og það er heimilisilmurinn frá Blue Lagoon bæði kertið og ilmstangirnar sem bera þennan dásamlega ilm um heimilið á hverjum degi.

blkerti

Spa Candle kertið er úr soja vaxi og inniheldur Bláa Lóns ilmefni. Mér finnst það í raun ilma í takt við aðrar Bláa Lóns vörur en þó með aðeins meiri sítrus keim sem gerir ilminn frískandi en mér finnst hann um leið mjög róandi og hann hvetur mig alla vega til slökunar. Mér finnst ilmurinn alls ekki yfirgnæfandi heldur mjög mildur og góður. Kertið brennur mjög hægt niður og þó mér finnist eins og ég sé búin að vera með kveikt á því stanslaust í 3 vikur sér varla á kertinu – ætli ég sé ekki búin með svona 30% af því :)

blilmur

Hér sjáið þið svo Room Fragrance Room Diffuser – eða ilmstangirnar eins og ég kalla þær hér fyrir ofan. Þetta er sami seyðandi sítrus ilmurinn sem kemur frá kertinu. Núna er ég með stangirnar inná baði af því ilmkertið er inní stofu. Baðið okkar er líka eitthvað svo hálfklárað og ómögulegt svo með því að setja þessar þar inn finnst mér baðið einhvern vegin verða fínna og bara fallegra yfir höfuð. Stangirnar virka þannig að ég sný einni og einni við og þannig berst ilmurinn um rýmið svo sé ég fyrir mér að færa þetta bara til  – á milli herbergja þegar það á við.

Mæli eindregið með þessum vörum, eins og aðrar Bláa Lóns vörur valda þær engum vonbrigðum!

Erna Hrund

Frá deginum okkar

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ólafía

    6. January 2016

    Já ég er alveg sammála, yndislegur ilmur! Fékk einmitt gjafapakka með body skrúbb og kertinu í jólagjöf.
    Er samt ekki sammála með endingartímann, er ekki búin að hafa neitt óheyrilega mikið kveikt á kertinu milli jóla og nýárs en ég sé töluverðan mun, veistu hvort stangirnar endist eitthvað betur? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      6. January 2016

      Nú en leitt að heyra – finnst ekkert sjást á mínu miðað við notkun :/ En hvernig finnst þér body skrúbburinn?? Ég nota alla vega ekkert annað í sturtunni lengur á líkamann en hann :) En stangirnar fara mjög vel af stað hjá mér, sný við einni á hverjum morgni og það sést lítið sem ekkert á glasinu. Ég er reyndar með það bara inná baði sem er mjööög lítið svo það er ekki stórt rými svo kannski endist ilmurinn því líka lengur og rakinn hjálpar ábyggilega til :)

  2. Ólafía

    13. January 2016

    Ú hljómar yndislega, þegar kertið er búið er ég að fara að fá mér þessar stangir! Er reyndar í lítilli íbúð, og er mjög ánægð með hvað ilmurinn þekur einhvern veginn alla íbúðina, getur maður sagt það heh :)

    Er samt mjög hrifin af skrúbbnum, er reyndar ekki viss hversu oft ég á að vera að nota hann eða hversu mikið af honum (ekki von að nota body skrúbba), en er rosalega hrifin af lyktinni :-)