fbpx

Sýnikennsla – smoky

Blog

Mig langaði að sýna ykkur flotta make up sýnikennslu sem ég gerið fyrir Maybelline-Reykjavík fyrir ári síðan. Á myndunum getið þið séð hvernig það er auðveldlega hægt að breyta einfaldri dagförðun í einfalda kvöldförðun;)


Við byrjum með fallega dagförðun, ekta fyrir skólann eða vinnuna. Bryndís er með farða, púður, sólarpúður sem kinnbeinin hennar voru skyggð með. Smá kinnalitur í kinnunum, maskari á augnhárunum – ég mæli með Great Lash – og gloss á vörunum.

Ég notaði svartan eyeliner sem undirstöðu undir smoky-ið – passið að vera með blýant sem er með mjúkum oddi svo það sé ekki óþæginlegt að strika á augnlokið með honum.

Setjið þykka eyeliner línu yfir allt augað, ekki hafa of miklar áhyggjur af því að hún sé bein frekar að hafa hana þykka og litmikla.

Smudge-ið línuna út og yfir allt augnlokið alveg að augnbeininu og út í innri og ytri augnkrók. Passið að liturinn sé dekkstur upp við augnhárin og deyji smám saman út eins og reykurinn sem myndast þegar þið slökkvið á kerti. Ef ykkur finnst vanta lit bætið þá bara á augun en gerið það á sama stað og þið gerðuð línurnar í skrefinu á undan. Þið getið notað pensil eða fingurna til að smudge-a litinn.

Til að mýkja aðeins áferðina setjum við svartan mattan skugga yfir passið það sama og í skrefinu á undan að liturinn sé dekkstur uppvið augnhárin og deyji svo smám saman út, við leyfum skugganum að deyja út á aungbeininu. Með mjóum pensli setjið smá skugga meðfram neðri augnhárunum til að ramma þau vel inn.

Þá er komið flott dökkt fljótlegt smoky, sem hver sem er getur gert:D Svo er bara að bæta á glossinn, maskarann, jafnvel gerviaugnhár og skella sér út;)

Ljósmyndari: Íris Björk Reynisdóttir
Módel: Bryndís Helgadóttir
Förðunarvörur : Maybelline – sjá einnig hér: MAYBELLINE-REYKJAVÍK 

Reykjavík Runway

Skrifa Innlegg