fbpx

Sýnikennsla #4

Í tilefni af því að Smashbox er nú fáanlegt á Íslandi ákvað ég að gera eina sýnikennslu þar sem ég nota einungis Smashbox vörur.

Ég valdi trio náttúrulega liti úr trio augnskuggunum. Litirnir henta dags daglega og við fínni tilefni. Litirnir heita, Nectar, Cinnamon Toast og Roast – aftan á skuggunum eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að nota þá og ég fór bara nákvæmlega eftir þeim, hér sjáið þið útkomuna:Ég byrjaði á því að bera BB kremið yfir allt andlitið og setti svo Photo Finish Lid Primer yfir allt augnlokið. Svo er það ljósasti liturinn Nectar sem fer yfir allt augnlokið og deyr svo út þegar hann nálgast augabrúnirnar.Svo setti ég litinn Cinnamon Toast yfir allt augnlokið uppað globuslínunni. Eftir að ég ber skuggann á þá nota ég aðeins stærri bursta til að dreifa vel úr augnskugganum og blanda litunum tveim saman – til að fá mýktina yfir augun þá er lykillinn að blanda, dreifa og blanda!Dekksti liturinn, Roast fer síðan yst á augnlokið og meðfram globuslínunni. Til að passa uppá að það fari ekki of mikill skuggi á augnlokið nota ég lítinn bursta til að stimpla skugganum létt á augnlokið og dreifi síðan úr honum með stærri pensli. Svo styrki ég bara litinn eftir þörfum. Ef þið viljið fá dekkri augu þá bætið þið bara aðeins ofan á litinn eftir smekk.Limitless Eyeliner blýanturinn í litnum Onyx fer síðan yfir allt augnlokið en aftur til að halda í mýktina dreifi ég úr honum með smudge pensli svo það er eins og hann blandist við augnförðunina. Svo rétt strýk ég smudge penslinum meðfram neðri augnhárunum til að fá örlítið af lit og ramma inn augun betur.Hér er loks lokaúttkoman og lokaskrefið var að setja Hyperlash maskarann á augnhárin. Þetta er eini maskarinn með gúmmígreiðu – en ég er algjör sucker fyrir gúmmímöskurnum þessa stundina og mér finnst koma mjög flott augnhár útúr þessum og hann gerir augnhárin sérstaklega þykk við rótina.

Hér sjáið þið svo hvernig vörurnar sem ég notaði líta út:Þið getið fengið vörurnar í verslunum Hagkaupa í Kringlunni, Smáralind og Garðabæ:)

Næst á sýnikennsludagskránni er svo að fara að blanda saman vörum frá ólíkum merkjum – bara spennandi!

EH

Fallegt***

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Helga

    6. October 2012

    Hversu dýrar eru smashbox vörurnar? Eitthvað svipað og mac eða dýrara – ódýrara? Og veistu hvað photo finish primerinn kostar :-)?

    • Reykjavík Fashion Journal

      6. October 2012

      Þær eru á svipuðu verði og Mac sumar hverjar ódýrari samt:) Því miður þá veit ég ekki hvað primerinn kostar en endilega kiktu bara við í Hagkaup Smáralind, Kringlunni eða Garðabæ;)

      • Helga

        6. October 2012

        Snilld! Takk :)

  2. Bryndís

    7. October 2012

    Takk kærlega fyrir þessar sýnikennslur =)