Ein besta tæknin sem hægt er að læra í makeup-i er að blanda saman litum. Hér er smá kennsla á því hvernig er hægt að blanda saman dökkum og ljósum litum. Dökkir litir eiga það til að láta virðast sem augnsvæðið okkar minnki en ljósi liturinn stækkar augun svo að blanda þessum litum saman gefur auganu gott balance:)
Byrjið á því að setja ljósan heildarlit yfir allt augað ég notaði sanseraðan gylltan tón, sanseraða skugga er nefninlega aðeins auðveldara að dreifa úr.Setjið svo næst dökka litinn sitthvorum megin við ljósa litinn, stimplið hann nokkurn vegin bara á augnlokin, munið að dusta aðeins úr burstanum áður en þið berið litinn á.Takið svo blöndunarbursta (pínulítill púðurbursti) og dreifið úr skugganum, dreifið honum meðfram globuslínunni og passið að skilja smá svæði eftir í miðjunni. Takið svo mjóan pensil – líka sniðugt að nota eyrnapinna – og setjið smá dökkan lit meðfram neðri augnhárunum, reynið að dreifa svolítið úr litnum til að fá mýkri áferð.Setjið svo eyeliner meðfram eftir og neðri augnhárunum, ég ákvað að dreifa ekki úr eyeliner línunni í þetta sinn heldur að hafa svolítið skarpa skiptinu til þess líka að auka aðeins við lengdina á augnhárunum – gott tips fyrir þær sem eru með stutt augnhár. Passið að eyelinerinn sé þétt uppvið augnhárin. Setjið líka örfína línu alveg meðfram neðri augnhárunum og dreifið aðeins úr henni eins og sést á myninni. Passið að eyeliner línurnar mætist í báðum augnkrókunum.Loks setjið þið nóg af maskara á aunghárin – þegar þið eruð með svona dökka liti þá er gott að setja alveg nóg af maskara og jafnvel svona extra svarta svo augnhárin falli ekki alveg inní augnförðunina, þ.e. ef þið eruð ekki með gerviaugnhár.Til þess að toppa svo alveg lúkkið og opna augun ennþá meira setti ég hvítan eyeliner í augnhvarmana (vatnslínuna) ef ég hefði sett svarta línu þá hefði augað minnkað ennþá meira og eins og þið sjáið þá birtir líka aðeins yfir auganu.
Fullkomin kvöldförðun fyrir kvöldið í kvöld;)
EH
Skrifa Innlegg