Aldrei þessu vant fór ég sjálf í myndatöku um daginn. Þetta kemur sárasjaldan fyrir en mér líður miklu betur einhvers staðar fyrir aftan linsuna þar sem ég get stjórnað útli á manneskjunni fyrir framan hana. Ég ákvað að reyna að gera eitthvað úr hárinu, mér hefur fundist það svo flatt og leiðinlegt eftir allan hármissinn en ég náði einhvern vegin að ýkja liðina mína og ýfa hárið vel upp.
Ég byrjaði á því að hrista aðeins uppí hárrótinni með þurrsjampói – spreya bara beint í rótina og nudda sjampóinu svo vel í hárrótina og hristi til í því. Næst ýkti ég liðina með Swirl Hair Elastin – setti smá af efninu á fingurnar, nuddaði höndunum saman og tók undan um hárendana og ýfði þá upp. Að lokum setti ég hausinn niður þannig hárið féll alveg beint í átt að gólfinu og setti hársprey í rótina. Skellti svo hausnum upp snögglega og lagaði hárið aðeins til – þannig fékk ég frábæra lyftingu í hárrrótina. Ég notaði hárvörur frá Make Up Store sem þið sjáið hér fyrir neðan – þær komu mér skemmtilega á óvart og stóra hárið entist allan daginn!
Myndatakan er að sjálfsögðu fyrir #reyjavikmakeupjournal – en meira um það allt síðar;)
EH
Skrifa Innlegg