fbpx

Stórt hár

Aldrei þessu vant fór ég sjálf í myndatöku um daginn. Þetta kemur sárasjaldan fyrir en mér líður miklu betur einhvers staðar fyrir aftan linsuna þar sem ég get stjórnað útli á manneskjunni fyrir framan hana. Ég ákvað að reyna að gera eitthvað úr hárinu, mér hefur fundist það svo flatt og leiðinlegt eftir allan hármissinn en ég náði einhvern vegin að ýkja liðina mína og ýfa hárið vel upp.

hár

Ég byrjaði á því að hrista aðeins uppí hárrótinni með þurrsjampói – spreya bara beint í rótina og nudda sjampóinu svo vel í hárrótina og hristi til í því. Næst ýkti ég liðina með Swirl Hair Elastin –  setti smá af efninu á fingurnar, nuddaði höndunum saman og tók undan um hárendana og ýfði þá upp. Að lokum setti ég hausinn niður þannig hárið féll alveg beint í átt að gólfinu og setti hársprey í rótina. Skellti svo hausnum upp snögglega og lagaði hárið aðeins til – þannig fékk ég frábæra lyftingu í hárrrótina. Ég notaði hárvörur frá Make Up Store sem þið sjáið hér fyrir neðan – þær komu mér skemmtilega á óvart og stóra hárið entist allan daginn!

Screen Shot 2013-09-10 at 9.00.28 PM Screen Shot 2013-09-10 at 9.01.51 PMMyndatakan er að sjálfsögðu fyrir #reyjavikmakeupjournal – en meira um það allt síðar;)

EH

3.1. Phillip Lim - innblástur frá jörðinni

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. UNA

    10. September 2013

    Alltaf flott, klár og sætust!

  2. Eva

    11. September 2013

    Frábært hár og frábært blogg! Má ég koma með eina ótengda spurningu.

    Hver er að þínu mati hinn fullkomni og ómissandi brúni augnskuggi. Ég er að leita að brúnum augnskugga sem er ekki of mattur, ekki of mikill shimmer og getur staðið vel einn og sér eða góður til blöndunar.

    Kv.
    Eva

    • Reykjavík Fashion Journal

      11. September 2013

      Mjög auðveld spurning fyrir mig;) Maybelline – Eyestudio Mono litur nr. 750 – Chocolate Chic. Must have í allar förðunarbuddur og á fáránlega góðu verði:)

  3. Eva

    11. September 2013

    Kærar þakkir. Tékka á honum ASAP :)

  4. Inga Rós

    12. September 2013

    Flott og klár! En hvernig ferðu að því að ljóma svona fallega? Svona fyrir utan að vera nýbökuð móðir og geisla af hamingju?