fbpx

Stofu Upplyfting

Blog

Stofan okkar fékk smá upplyftingu um helgina þegar við losuðum okkur loksins við IKEA sjónvarpseininguna – sem var mikill persónulegur sigur fyrir mig – og settum hvíta kommóðu undir það. Við eigum nefninlega ótrúlega stórt DVD safn en ég elska að sanka að mér skemmtilegum myndum á mörkuðum og Amazon – en mig langaði ekkert endilega að hafa það alltaf til sýnis. Svo nú er það falið ofan í djúpum skúffum og komið nóg pláss fyrir fleiri myndir.

Hreindýrahausinn fengum við í Hrím á Laugaveginum og einn lítinn brúnan með sem fær að vera inní svefnherbergi. Bókahillurnar sem fundust loksins eftir margra mánaða leit í Bauhaus um helgina sóma sér svo virkilega vel með litla bókasafninu sem einkennist af mestu leiti af Harry Potter og förðunarbókum.

Ég er ótrúlega ánægð með þessa breytingu svo er það bara svefnherbergið sem er næst á dagskrá!

EH

Kjólarnir á Met Gala Hátíðinni

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunn.

    9. May 2012

    Það er svo gaman að gera fínt. Ég geri lítið annað þessa dagana en að skoða heimilisblogg og síður í von um að finna sniðugar lausnir fyrir frakklandsheimili – gaaman! xx

  2. Erna Hrund

    9. May 2012

    ohh ég hlakka svo til að koma í heimsókn á frakklandsheimilið:)