fbpx

Spurt & Svarað – Ásdís Gunnarsdóttir

Makeup ArtistSpurningar & Svör

Það er ekki langt síðan ég kynntist henni Ásdísi en ég hef vitað af henni í dáldinn tíma núna. Ég var því sjálf mjög forvitin að fá að vita aðeins meira um þessa hæfileikaríku stelpu sem vinnur bæði sem förðunarfræðinur og klæðskeri í versluninni Kjólar og Konfekt.

Þið gætuð kannast við hana frá sýnikennslumyndbandinu sem hún gerði um nýja naglalakkseyðinn frá Maybelline…

Ég fékk að senda nokkrar spurningar á Ásdísi….

Hvar lærðir þú förðun og afhverju?
Ég lærði förðun í förðunarskóla snyrtiakademíunnar vegan þess að ég hafði alltaf mikinn áhuga á förðun en það var ekki fyrr en ég fór að vinna sem stílisti í Debenhams , sem ég ákvað að byrja að læra en ég var svo innblásin af MAC stelpunum og langaði svo til þess að vinna þar líka.

Hvaða snyrtivörur finnst þér að allar konur þurfi að prufa?
Urban Decay primer potion, Loreal BB cream og MAC lip base

Finnst þér íslenskar konur almennt vera nýjungagjarnar þegar kemur að förðun og snyrtivörum?
Já mér finnst það en jafnframt getur það verið dálítið erfitt þar sem snyrtivörur eru frekar dýrar á Íslandi. En mér finnst íslenskar konur almennt mjög duglegar að fylgjast með því hvað er nýtt.

Hvaða ilmvatn er í uppáhaldi hjá þér?
Ég á 3 ilmi sem ég nota og þeir eru allir mjög ólíkir en það er Silk eftir Andreu Maack, MAC turquatic og svo er það indversk olía sem heitir Krishna musk.

Fer það vel saman að vera förðunarfræðingur og klæðskeri?
Já það fer rosalega vel saman, þetta eru greinar sem tengjast að ákveðnu leiti og gaman að geta oft aðstoðað konuna alla leið í ferlinu að gera sig fína fyrir eitthvað tilefni.

Hvað gerir þú hjá Kjólum og Konfekti – er hægt að panta í förðun hjá þér?
Ég er með saumastofuna mína inn í kjólar & konfekt og sé þar um að sauma allskyns kjóla fyrir búðina, breyta kjólum og laga. Svo sinni ég auðvitað bara búðinni og öllu sem fylgir að vera í fataverslun og veita þjónustu. Svo erum við með allskonar skemmtilega hluti í smíðum eins og námskeið og hópakvöld sem ég tek þátt í að vera með. Svo tek ég við pöntunum í förðun þar líka.

Hvað er skemmtilegasta förðunarverkefni sem þú hefur tekið að þér og hvaða verkefni dreymir þig um að fá?
Úfff.. erfið spurning ef ég þarf að velja skemmtilegasta verkefni þá verð ég að segja tvennt, annarsvegar þegar ég vann að myndatöku fyrir Moss by Harpa einars því það var ótrúlega skapandi og skemmtilegt og svo hinsvegar Ljósmyndakeppni Íslands því að allt fólkið sem ég vann með þar var alvegjörlega frábært! Verkefni sem mér dreymir um… Að mála Javier Bardem af því hann er ótrúlega fallegur.. djók!, ætli það sé ekki bara að vera key artist af einni af stóru tískuvikunum eða vinna við risa auglýsingu fyrir eitt af stóru merkjunum. Á maður ekki alltaf að ætla sér Stóra hluti?

Hvaða förðunarbursta myndir þú mæla með að allar konur ættu?
Ég elska Real techniques burstana og þá sérstaklega förðunarburstann svo elska ég augnskuggabursta nr. 217 frá MAC.

Hvaða sækir þú þér innblástur fyrir farðanir?
Tímarit, ég get setið á te og kaffi tímunum saman og skoðað blöð og folk í leiðinni því ég sæki rosalega mikinn innblástur í fólki og örðum artistum auðvitað.

Lumar þú á einhverju förðunarráði fyrir lesendur svona í lokin?
Ætli það sé ekki bara að nota ekki sólarpúður í stað púðurs og svo er getur verið mjög sumarlegt og ferskt að dúmpa smá varalit í kinnarnar ef maður vill fá ferskt og náttútulegar sumarkinnar.Mér fannst ótrúlega erfitt að velja myndir af facebook síðunni hennar Ásdísar sem þið finnið HÉR. Hún er ótrúlega hæfileikarík og hefur tekið þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum. Fyrir ykkur sem vantar förðun á næstunni þá hvet ég ykkur til að panta tíma hjá henni. Þetta er án efa makeup artisti sem vert er að fylgjast með og heimsækja í Kjólar og Konfekt.

Takk kærlega Ásdís fyrir mig!

EH

Litaðir Maskarar #1

Skrifa Innlegg