fbpx

Spennandi verkefni…

ChanelLífið Mitt

Fyrir nokkru síðan var ég fengin í smá auglýsingatökur – ekki til að farða heldur til að sitja fyrir – heldur skemmtileg tilbreyting .)

canon2canon3

Vinir mínir út haustlúkki Chanel gegndu hlutverki props í myndatökunni enda er ég ekki þekkt fyrir annað en að vera hlaðin snyrtivörum í töskunni :)

canon

Útsýnið mitt en glöggir koma eflaust auga á að ég er staðsett inní IÐU bókakaffi við Tryggvagötu. Ég sit yfirleitt líka á þessum stað á þessu kaffihúsi sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér er uppáhalds kaffið mitt Illy og frábær þjónusta. Trendnet taupokinn er svo að sjálfsögðu ekki langt frá mér.

Auglýsinguna rakst ég svo á (eða Aðalsteinn öllu heldur) á nútíminn.is núna í vikunni. Ég er svo sjúklega ánægð með þessa mynd – hressa pían sem er á uppáhalds kaffihúsinu sínu og frekar tönuð ;)

Screen Shot 2014-09-23 at 5.01.49 PM

Ég er búin að vera með Canon EOS 100D vélina núna síðan í vor og ég er alveg ástfangin af henni, hún er svo létt og þægileg og fer allt með mér – allt :) Mér finnst bæði nauðsynlegt að vera með góða myndavél fyrir bloggið og líka bara sem myndatökuóð móðir sem tekur mynd af öllu sem barnið hennar gerir!

Screen Shot 2014-09-25 at 1.55.08 PM

Ég, Canon og Chanel – gerist varla betra ;)

Það var hann Bernhard Kristinn ljósmyndari sem tók myndina. Hvernig líst ykkur á? – fyrsta auglýsingin sem ég sit fyrir í sem tískubloggari svo best sem ég man alla vega :)

EH

Nic's Picks er á leiðinni!!!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Inga Rós

    26. September 2014

    Sá hana einmitt líka á nútíminn um daginn, rosa smart :)

  2. Sirra

    26. September 2014

    Halló sæta!!!