fbpx

Skyggingar

Blog

Nú er þetta allt að koma hjá mér í veikindunum. Eftir að hafa verið rúmliggjandi í 8 daga er ég loksins komin aftur í vinnuna. Þannig að nú fer loksins að færast almennilegt líf í síðuna mína og vefverslunina:)

Það sem mér finnst samt erfiðast við öll þessi veikindi er að ég lít svolítið ennþá út eins og sjúklingur náföl og þreytuleg. Svo næstu dagar munu einkennast af mikilli notkun sólarpúðurs og highlighters. En alls ekki halda að ég ætli að bronza mig í gang, ég ætla að ýkja andlitsuppbygginguna mína með þessum vörum. Eitt af því sem ég lærði í förðunarskólanum og situr hvað mest eftir í mér, fyrir utan að pumpa aldrei maskara;), er að ljósir litir stækka og draga fram en dökkir litir minnka og draga inn. Við notum sólarpúður og highlighter til að ýkja okkar aðal andlitsfítusa – eða fela þá;) Með réttri tækni getið þið t.d. minnkað nefið ykkar falið svörtu pokana undir augunum og dregið úr þreytu í andlitinu.

Hér er svona smá leiðarvísir að því hvernig er best að gera þetta:

Þar sem dökki liturinn er á að setja sólarpúður, undir kinnbeinin til að draga þau fram, meðfram hárlínunni og kjálkanum til að ramma andlitið fallega inn á augnlokin til að gera þau dýpri og meðfram nefinu til að mjókka það – síðustu 2 atriðin eru ekki nauðsynleg dags daglega nema ykkur finnist þið þurfa þess – sem og varirnar.

Ljósi liturinn er fyrir highlighter. Undir augun til að draga fram hvíta litinn í augunum og fela pokana og þreytumerki. Undir augabrúnirnar til að stækka augun. Meðfram nefinu til að draga fram broddinn og gera það mjórra – ef ykkur finnst þið þurfa. Á hökuna til að gefa glans og það að highlighta niður eftir miðju andlitinu gerir það grennra.

Þetta eru vörurnar sem ég er að nota núna:

Lumitouch hyljarahighlighter frá Maybelline

Terra Sun sólarpúður frá Maybelline

Mesta snilld í heimi að vera með 2 in 1 hyljara og sólarpúðrið er alveg matt og nákvæmlega eins og ég vil hafa það svona dags daglega fer frekar í shimmer sólarpúður á kvöldin og um helgar;)

Þið getið líka notað hvítan augnskugga – mattan eða sanseraðan – sem highlighter eða notað ljóst meik og svo dökkt meik þá sem skyggjara, eins og sýnt er á myndinni.

Ég nota skásettan púðurbursta HÉR til að skyggja – munið bara að dusta úr bustanum svo þið fáið ekki of mikinn lit. En ég nota bara fingurna til þess að dreifa úr hyljaranum finnst alltaf koma fallegasta áferðin með þeim – best að doppa hyljaranum á ef þið strjúkið þá helst hann ekki á einum stað því þið eruð alltaf að strjúka honum í burtu;)

Vona að þetta hjálpi smá;)

EH

 

Komin Aftur**

Skrifa Innlegg