Ég ákvað að fara að skipuleggja makeup dótið mitt aðeins betur, þeir sem hafa séð það vita að það er eiginlega frekar mikið alls staðar;) Svo ég tók eina Ikea ferð á þetta keypti glæru hirslurnar hér fyrir neðan og fann þessa flottu makeup tösku á netinu. Ég fékk þessa dellu eiginlega í hausinn á mér þegar ég sá skipulagið hjá Kim Kardashian og fyrst raunveruleikastjarnan var með svona flott þá þýddi það að makeup artistinn gat ekki verið síðri!
Sýni ykkur myndir þegar allt er tilbúið! – svo var ég að fá svo æðislegar fréttir!!! er alveg að missa mig úr kæti segi ykkur betur frá því seinna og fæ kannski smá hjálp frá ykkur;)
Update! Makeup taskan er nú fáanleg í vefversluninni: HÉR
EH
Skrifa Innlegg