fbpx

Síðustu dagar…

Lífið MittTinni & Tumi

Það er nú ekki algengt að síðan mín uppfæri sig ekki nokkra daga í röð. Ástæðan er einföld ég er búin að vera með ömurlega pest síðan aðfaranótt laugardagsins síðasta… Síðustu dagar eru vægast sagt búnir að vera ömurlegir en ég stefni á að geta mætt í vinnuna á morgun :)
1958543_10202655701107986_1242811195_nÞrátt fyrir veikindin átti ég nokkrar yndislegar stundir með mínum mönnum um helgina. Við skelltum okkur í smástund í Smáralindina þar sem planið var að skipta um stærð á peysu sem ég var að gefa Aðalsteini, þar rákumst við alveg óvænt á alla fjölskylduna mína og drukkum þar af leiðandi kaffibolla með þeim og í gær kíktum við í kaffiboð til ömmu minnar sem var að halda uppá afmælið sitt. Myndin sem þið sjáið hér fyrir ofan af fallega stráknum mínum var einmitt tekin þegar við vorum á leiðinni til ömmu.

Tinni fer lítið án monsunnar sinnar sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Hann hefur aldrei tekið svona ástfóstri við neitt leikfang og það er búið að vera ótrúlega krúttlegt að fylgjast með Tinna og monsunni hans undanfarið. Hann sefur með hann, leikur við hann, gefur honum að borða og þykir greinilega mjög vænt um hann. 1800376_10202618730223737_1430480345_n 1900083_10202624453286810_573698744_n 1970737_10202622681362513_1480063697_nÍ veikindum bjargar það manni alveg að eiga einn svona lítinn mola sem brosir svo fallega til manns og knúsar mann þegar maður þarf á því að halda.

Á morgun kemst ég vonandi aftur í gang á síðunni minni þar sem það er nóg að fjalla um – snyrtivöruheimurinn stoppar víst ekki þó maður fái gubbupest… ;) Ég vona að með nóg af knúsum frá Tinna Snæ í kvöld og í fyrramálið og nóg af grænum forstpinnum komist ég í lag!

EH

3 nýjar yfirhafnir...

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Loa

    24. February 2014

    Bata kveðjur disin min

  2. Margret

    25. February 2014

    Batakveðjur til þín :-)