Sýningin hjá See by Chloé var sérstök að því leiti að hún var digital svo þeir sem fengur boð um að sjá sýninguna gátu horft á hana í iphone-inum sínum eða ipadnum sem getur verið þæginlegt þar sem það er oft mikið að gera hjá fólki á tískuvikunni og þetta hentar vel fyrir þá sem eru jafnvel boðnir á margar sýningar á sama tíma. Þannig tryggja hönnuðir líka það að þeir fái góða umfjöllun en ókosturinn er auðvitað sá að þá fær fólk ekki að sjá flíkurnar í eigin persónu.
Línan í ár var létt og falleg, víðar flíkur úr þæginlegum sniðum en jafnframt kvenlegum. Jakkarnir og skyrturnar voru innblásnir af kimono jökkum og paraðir saman við fallegar buxur. Litirnir voru áberandi en ekki of sterkir svo þeir voru ekki of yfirþyrmandi.
Öll þessi dress eru í uppáhaldi hjá mér og ég gæti vel ímyndað mér að klæðast þeim eða einhverju svipuðu næsta sumar.
Hvað finnst ykkur?
EH
Skrifa Innlegg