Það eru aðeins 2 klukkutímar síðan sýningin frá Prabal Gurung fór fram í New York – ég elska internetið þetta er nánast eins og að vera á staðnum;) Efnin létt og mikið um myndir og munstur sem höfðu verið þrykkt á falleg silki og chiffon efni.
Línan var létt en samt dökk og drungaleg þökk sé stemmingunni og lýsingunni á pallinum. Svo í staðin fyrir að sumar flíkurnar sem voru með rufflum og krúsídúllum litu út fyrir að vera væmnar þá virkuðu þær töff.
Ég er búin að fara í gegnum ansi margar myndir frá sýningunum sem eru afstaðnar í New York og mér sýnist að nude lúkkið sé alls ráðandi í makeup-inu fyrir næsta ár. Það er ekki óvenjulegt á tískuvikunni í New York venjulega er aðeins meiri einfaldleiki í makeupinu þar en á hinum tískuvikunum. En við sjáum hvort það komi ekki eitthvað meira spennandi fyrir okkur makeup fíklana!
En hvað finnst ykkur um Prabal??
EH
Skrifa Innlegg