fbpx

RT Burstarnir með appelsínugula skaftinu – sýnikennsluvideo

Mig langar að byrja á því að þakka öllum þeim lesendum sem hafa á síðustu dögum tjáð mér hvað þeir hafa saknað mikið innleggjanna minna hér á síðunni – en RMJ gengur ótrúlega vel þrátt fyrir mín veikindi og Tinna Snæs. Svo það styttist í endurkomu mína hingað af fullum krafti. Get eiginlega ekki beðið eftir því – það er svo mikið sem ég þarf að fara að skrifa um – litinn er orðinn endalaus!

Ég tek mér þó leyfi til að pósta sýnikennslumyndböndunum sem ég er búin að gera fyrir Real Techniques. Þið hafið nú þegar séð það fyrsta HÉR og hér koma svo næstu fjögur…

Í þetta sinn eru þetta allt myndbönd með RT burstum sem eru með appelsínugulu skafti. En þeir burstar henta vel fyrir grunnfarðanir. En endilega horfið á myndböndin til að læra meira um þessa einstöku bursta!

Expert Face Brush – þetta er uppáhalds burstinn minn, must have í allar snyrtibuddur. Horfið á myndbandið til að sjá hvernig ég nota burstann.

Core Collection – förðunarburstasett sem inniheldur 4 mismunandi bursta.

Powder Brush – æðislegur og risastór púðurbursti sem hentar vel til að setja púður yfir allt andlitið.

Foundation Brush – flatur farðabursti, mér finnst nauðsynlegt að eiga einn svona. Þessi er frábær í t.d. fljótandi farða.

Ég vona að þessar sýnikennslur hjálpi ykkur og ég hvet ykkur til að kíkja á burstana í Hagkaup, Lyfju, Kjólar&Konfekt eða HÉR inná Heimkaup.is. Vöruúrvalið getið þið séð HÉR inná Facebook síðu burstanna.

Þangað til næst!

EH

Konukvöld í Vila Kringlunni

Skrifa Innlegg

19 Skilaboð

  1. Hafdís

    3. October 2013

    Takk fyrir þessi flotti video. Var að panta mér tvö sett af þessum flottu burstum eftir kynningarnar frá þér og er ég viss um að þeir eiga eftir að virka vel! :)

  2. Sólveig R

    3. October 2013

    Flottar umfjallanir! En ég var að spá, af hverju kallaru þig ekki förðunarfræðing heldur “make-up artista”?

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. October 2013

      Af því þegar ég lauk náminu mínu útskrifaðist ég sem Makeup Artisti… þess vegna held ég bara í það heiti:)

  3. Brynja

    4. October 2013

    Mig langaði að spurja þig hvort það væri hentugt eða óhentugt að nota t.d. expert face bruch eða stippling brush bæði í fljótandi farða og púðurfarða í sömu förðununi? Og ef það er í lagi hvort það sé þá nauðsynlegt að þrífa hann alltaf á milli. :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. October 2013

      Ég hef gert það já – mér fannst þó erfiðara að gera það með stippling burstanum af því að hann er svo laus í sér en ekkert mál með expert face burstanum. Ég mæli þó hiklaust með Blush Brush púðurburstanum hann er æðislegur til að bera á púðurförðunarvörur. Það er einmitt væntanlegt sýnikennslumyndband með honum eftir helgi :)

  4. Berglind

    4. October 2013

    Hvaða fljótandi farða notaðiru í efsta myndbandinu? og hvaða púðurfarða og hvaða sólarpúður notaðiru í Powder brush myndbandinu? – Þessar sýnikennslur koma sér mjög vel, búin að vera svo ótrúlega lengi spennt fyrir þessum burstum! – Takk :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. October 2013

      Frábært að heyra! Ég er með Lumi Magique frá L’Oreal í Expert Face Brush myndbandinu og True Match púðurfarða frá L’Oreal og Dream Sun Trio sólarpúður frá Maybelline í Powder Brush myndbandinu :)

  5. Lóló

    4. October 2013

    Hæ hæ ég fjárfesti í Expert Face Brush í gær… Langaði til að ath hvort að hann myndi líka hennta í kinnalit, sólarpúður og til að skyggja andlitið… Skoðaði blush burstann og fannnst hann aðeins og mjúkur í td. skyggingu en ég er enginn sérfræðingur :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. October 2013

      Já þú getur það en sjálf er ég mjög hrifin af blush brush – það er væntanlegt sýnikennslumyndband fyrir hann núna eftir helgi – en ef þí vilt skarpari skyggingar þá mæli ég annað hvort með burstunum úr Core Collection eða Setting Brush :)

  6. Anna K

    4. October 2013

    mikið er ég spennt að fá mína í jólagjöf! get ekki beðið!

  7. Hildur

    4. October 2013

    Frábært takk fyrir þetta, mjög góð vídjó. Langaði að spyrja þig, ert þú að flytja þetta inn sjálf?

    • Reykjavík Fashion Journal

      4. October 2013

      Takk – æðislegt að heyra frá sáttum leseendum:) En nei ég er ekki að flytja þá inn heldur Ölgerðin. En ég var fengin af þeim til að gera sýnikennslumyndbönd fyrir burstana :) Sjálf er ég svo ótrúlega hrifin af þeim að ég hikaði ekki við að taka að mér verkefnið!

  8. Erna Viktoría

    6. October 2013

    Flott myndbönd og þægilegt að horfa á. Ég var að spá mig vantar svo góðan bursta til að setja á mig fljótandi farða. Hef átt nokkra en alltaf farið tilbaka og notað puttana því mér hefur ekki fundist þeir nógu góðir, Nú ertu að nota nokkra í að grunna, hvaða bursta mæliru mest með fyrir fljótandi farða og hvaða til að setja matt púður eftir á :)?

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. October 2013

      Expert Face Brush og Blush Brush – æðislegir burstar sem mér finnst must að eiga ;) Í næsta sæti yrði svo Core Collectionið ;)

  9. Kamilla

    7. October 2013

    Hææ :) Ég keypti mér expert face brush um helgina. Ég lenti í smá vandræðum af því áferðin varð eitthvað svo “streaky” :S Ertu með einhver ráð við því? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. October 2013

      Passaðu að nota hringlaga hreyfingar til að jafna áferðina – ef þú gerðir það getur verið að það hafi verið of mikið af farða í burstanum og hann þess vegna of blautur – getur það verið?

      • Kamilla

        7. October 2013

        Umm jáá, ég notaði hringlaga hreyfingar amk. Gæti verið að burstinn hafi verið og blautur :) Reyni aftur í fyrramálið. Takk!

  10. Erna Viktoría

    7. October 2013

    En hver er t.d. munurinn á Buffing Brush og Expert face brush finnst þeir vera svo líkir og gera það sama.. en hvað veit ég :)?

  11. Sigrún Haraldsdóttir

    19. October 2013

    Flott myndband og þægilegt að horfa á