Mig langar að byrja á því að þakka öllum þeim lesendum sem hafa á síðustu dögum tjáð mér hvað þeir hafa saknað mikið innleggjanna minna hér á síðunni – en RMJ gengur ótrúlega vel þrátt fyrir mín veikindi og Tinna Snæs. Svo það styttist í endurkomu mína hingað af fullum krafti. Get eiginlega ekki beðið eftir því – það er svo mikið sem ég þarf að fara að skrifa um – litinn er orðinn endalaus!
Ég tek mér þó leyfi til að pósta sýnikennslumyndböndunum sem ég er búin að gera fyrir Real Techniques. Þið hafið nú þegar séð það fyrsta HÉR og hér koma svo næstu fjögur…
Í þetta sinn eru þetta allt myndbönd með RT burstum sem eru með appelsínugulu skafti. En þeir burstar henta vel fyrir grunnfarðanir. En endilega horfið á myndböndin til að læra meira um þessa einstöku bursta!
Expert Face Brush – þetta er uppáhalds burstinn minn, must have í allar snyrtibuddur. Horfið á myndbandið til að sjá hvernig ég nota burstann.
Core Collection – förðunarburstasett sem inniheldur 4 mismunandi bursta.
Powder Brush – æðislegur og risastór púðurbursti sem hentar vel til að setja púður yfir allt andlitið.
Foundation Brush – flatur farðabursti, mér finnst nauðsynlegt að eiga einn svona. Þessi er frábær í t.d. fljótandi farða.
Ég vona að þessar sýnikennslur hjálpi ykkur og ég hvet ykkur til að kíkja á burstana í Hagkaup, Lyfju, Kjólar&Konfekt eða HÉR inná Heimkaup.is. Vöruúrvalið getið þið séð HÉR inná Facebook síðu burstanna.
Þangað til næst!
EH
Skrifa Innlegg