Jólin er besti tími ársins og það er rosalega gaman að gefa öðrum gjafir allavega finnst okkur það alveg æðislegt. Það getur verið svolitið erfitt að finna réttu jólagjafirnar, sérstaklega fyrir stráka. Við systurnar vorum beðnar um að taka saman nokkrar jólagjafahugmyndir fyrir stráka. Svo að við gerðum lista og ákváðum að deila því með ykkur. Þetta eru ekki dýrar en mjög flottar jólagjafir og vonum að þetta geti hjálpað ykkur eitthvað.
Fyrstu vörunar sem við ætlum að segja frá eru frá Dogma. Sú búð er full af æðislegum hlutum og fötum. Þetta er ekki venjuleg búð heldur er með óvenjulegum og fyndnum vörum. Sumar af þessum vörum eru aðeins til í netverslun Dogma. Úrvalið var mjög mikið en þetta voru okkar topp 5 uppáhalds í Dogma.
Fyrsta varan sem við ætlum að segja frá er Pac Man vekjaraklukka. (4.690 kr.)
Emergency Bowtie eða neyðar slaufa sem er svört. (1.490 kr.)
Ferðahleðslutæki sem lítur út eins tölvuleikur. (4.900 kr.)
Töff bolur með Panda sem er með tvær byssur í hendinni. Hvítur bolur með svartri pöndu. (3.490 kr.)
Bolur sem lítur út eins og jólasveinabúningur. (1.990 kr.)
En þessir bolir eru einungis til í netverslun Dogma.
Svo kíktum við í Hagkaup og fundum alveg æðislegan gjafakassa frá Diesel sem heitir Only The Brave. Þessi gjafakassi inniheldur Only The Brave rakspíran, rakakrem og sturtusápu. Þessi gjafakassi kostar 6.699 kr.
XQ Beats Headset frá Nova. Þetta eru mjög flott heyrnatól frá Nova og eru til í mörgum litum. þau kosta 5.990 kr. Sem er frekar gott verð fyrir heyrnatól. En þau eru til í bleikum, hvítum svörtum, bláum, grænum og fjólubláum lit.
Þetta eru nokkrar af okkar hugmyndum fyrir stráka í jólagjöf og við vonum að þetta hjálpi ykkur að finna jólagjafir, og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Ragnheiður Lilja og Rebekka Rut
Ragnheiður Lilja og Rebekka Rut eru 15 og 13 ára gamlar systur úr Hafnafirði. Systurnar hafa mikinn áhuga á öllu sem tengist tísku, förðun og húðumhirðu. Þær munu vera gestapennar á Reykjavík Fashion Journal um óákveðinn tíma meðan þær læra almennilega á bloggheiminnn. En þær stefna á að opna sína eigin síðu í framtíðinni. Takið vel á móti þeim systrum :)
Erna Hrund
Skrifa Innlegg