Förðunin á FW 2011 sýningunni hjá Rodarte sameinar tvennt af því sem einkennir makeup tískuna í vetur, appelsínugul augu og vínlitaðar varir (Wine stayned lips).
Ef ykkur langar að ná svipuðu lúkki þá mæli ég með Coral Red varalitnum og Dream Satin Liquid farðanum frá Maybelline.
Í þessu lúkki skiptir máli að vera með góðan farða sem gefur húðinni fallega áferð. Púðrið mjög létt á húðina ef þið viljið fá hafa smá glans í húðinni sleppið því þá að púðra yfir kinnbeinin. Púðrið er fyrst og fremst til að farðinn endist lengi. Setjið sólarpúður eða brúnan kinnalit undir kinnbeinin. Strjúkið augnskugganum yfir augað með augnskuggabursta með löngum hárum sem dreifir vel úr augnskugganum. Setjið skuggann yfir allt augnlokið, uppað augnbeininu. Notið svo augnskuggabursta með stuttum hárum til að setja augnskugga meðfram neðri augnhárunum. Til að halda svo í náttúrulega útlitið notið þá brúnan maskara – ef þið eruð með svört augnhár þá er nú samt í lagi að nota svartan maskara. Til að fá svona “stained” lúkk á varirnar notið þá fingurinn til að varalitinn á – doppið honum á varirnar.
Næstu daga fjalla ég svo meira um förðunarstefnurnar fyrir veturinn og reyni eftir fremsta megni að kenna ykkur að ná sama lúkki:)
Skrifa Innlegg