Ást mín á fallegum fötum hefur oft komið mér í klípu aðallega peningalega séð og ef ég ætti nú bara peninga til að láta mig dreyma þá myndi ég vera í slæmum málum í draumnum mínum því mér finnast flíkurnar í haustlínu Roberto Cavalli bara svo fallegar!
Print ofan á print er trend sem ég var mjög hrædd við hérna áður fyr en ég er ótrúlega hrifin af núna en það voru prin sem einkenndu mikið flíkurnar – og þá helst í æpandi litum og svarthvítu. Beinu sniðin á buxunum fannst mér mjög heillandi, það er snið sem fer svo mörgum ekki bara þeim allra grönnustu. Annað sem heillar var grófa efnið sem er áberandi í mörgum flíkum, sérstaklega kjólunum – virðist vera heklað kannski eða ofið saman á einhvern hátt og svo eru flíkurnar skreyttar með steinum og pallíettum. En það er klárt mál að skyrtum, buxnadragtir og munstur eru heit trend næsta vetur skv. hönnuðinum en tískuhúsið er svo sem ekki þekkt fyrir að vera ekki hrifið af munstrum!
Í makeupinu þá hefur þetta grunge lúkk verið mjög vinsælt það eina sem ég get sett útá er þegar fyrirsæturnar eru svona alvarlegar þá er stundum eins og þær séu andsetnar – förðunin er oft töluvert skárri á baksviðs myndunum;)
Þegar þið skoðið myndirnar takið þá endilega vel eftir skartinu, ég er rosalega hrifin af því sérstaklega fuglinum á hvítu skyrtunni á mynd nr. 3.
Þessi lína verður klárlega á topp 10 listanum mínum eftir að tískuvikurnar klárast – nú þarf ég bara að vinna í víkingalottói og þá verður neðsti kjóllinn minn <3
EH
Skrifa Innlegg