Ýr kom mér skemmtileg á óvart ég bjóst einhvern vegin við allt öðru en mér fannst collectionið hennar æðislegt og hvernig fyrirsæturnar stilltu sér upp á meðan aðrar gengu í kringum þær. Hún blandaði aðallega saman svörtu, hvítum og bordeaux rauðum lit og svo komu 2-3 munstraðar flíkur. Það sem mér fannst helst einkenna collectionið voru fallega sniðin föt, svo skemmdu Oroblu sokkabuxurnar ekki fyrir;)Kormákur og Skjöldur luku svo kvöldinu með flottu show-i. Fyrirsæturnar litu út fyrir að vera að labba útúr sláturhúsi en mjög flottir í tauinu um leið. Línan einkenndist af tweet efnum í bland við leður og fullkomlega sniðnum jakkafötum. Collection sem á klárlega eftir að slá í gegn næsta vetur hjá karlmönnunum.
Svo er það bara kvöld 2 þar sem Ella, Milla Snorrason, Birna, Ziska og Rey sýna línur sínar. Á morgun birtist svo nýja lúkkið gaman gaman!
EH
Skrifa Innlegg