fbpx

RFF N°3 – MUNDI og Hildur Yeoman

Blog


Ótrúlega spennt fyrir fyrstu sýningunni minni á RFF – MUNDI var sá eini sem sýndi ekki í Sifurbergi heldur í bílastæðakjallaranum.
MUNDA sýningin var ótrúlega flott ég var sérstaklega hrifin af myndbandinu sem var spilað í upphafi en fyrirsæturnar virtust eiga að vera að labba beint útúr því og fram á runwayið. Mér hefur alltaf fundist hann Mundi geta leikið sér með ólík munstur og blandað þeim saman á ótrúlega flottan hátt. Mér fannst maxi kjóllinn hans bera af og svo fannst mér flott hvernig hann mixaði pastel græna litnum í leggings og buxum við miklar, sterkar, munstraðar flíkur. Hildur Yeoman sýninigin átti vinningin fyrir að vera líflegust, módelin komu dansandi fram og dönsuðu hringinn í kringum Daníel Ágúst sem söng vel valin lög eins og Ladyshave með GusGus. Módelin voru ýmist stelpur strákar smá og stór svo fjölbreytnin var mikil. Dansarar dönsuðu svo og skautuðu á hjólaskautum um allt sviðið. Fötin voru litrík og skemmtileg og fylgihlutirnir báru af. Förðunin sló svo í gegn alla vega hjá mér og Ísak Freyr fær fullt hús stiga fyrir hönnuna á henni.

Eftir þessar sýningar kom hlé en svo voru það Kron by KronKron, Kalda, Ýr og Kormákur og Skjöldur sem sýndu.

EH

RFF Hjálp:)

Skrifa Innlegg