Litir og mikil munstur einkenndu collectionið hjá Kron by Kron Kron og anlistmálningin var mikil og ólík því sem ég átti von á frá þeim. Einnig fannst mér flíkurnar aðeins þyngri en hafa sést áður. En ég hlakka til að fara og skoða flíkurnar betur þegar þær koma upp í búðinni:)
Eins og þið sjáið var ég komin í aðeins betra sæti á sýningunum eftir hléið svo ég náði aðeins betri myndum. Kalda collectionið einkenndist af flottum klassískum sniðum sem þær eru svo góðar í. Þær blönduðu flíkum úr flottu grá fjólubláu blómamunstri saman við svart og hvítt. Ég var sérstaklega hrifin af jakkanum sem Helga Björn fyrirsæta kom fram í (4. mynd) og maxi kjólnum sem Ingibjörg Íris fyrirsæta klæddist (5. mynd).
Næst eru það svo Ýr og Kormákur og Skjöldur.
EH
Skrifa Innlegg