Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er búin að bíða eftir deginum í dag með mikilli eftirvæntingu. Loksins er útgáfudagur fyrsta tölublaðs Reykjavík Makeup Journal runninn upp og ég er nú þegar alveg dolfallin af þessum rosalegu viðbrögðum sem ég er búin að fá. Ég á hálfpartinn bágt með að trúa þessu en ég er svo þakklát fyrir þessu frábæru viðbrögð.
HÉR finnið þið blaðið.
Við Tinni ætluðum að setjast niður og eiga rólega kósýstund á kaffihúsi og ég ætlaði að birta blaðið í rólegheitum hér en ein yndisleg og stolt vinkona varð fyrri til – sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt – og sagði frá blaðinu HÉR.
Nú rignir hamingjuóskum inn og ég er klökk og með nokkur tár í augunum yfir þessum viðbrögðum. Öll þessi vinna hefur greinilega skilað sínu en blaðið hefði þó aldrei orðið til án nokkurra mjög mikilvægra einstaklinga.
Fyrst langar mig að þakka þeim sem hjálpuðu mér við gerð blaðsins, Íris Björk ljósmyndari og yndisleg vinkona kom til landsins og tók frá nokkra daga til að gera með mér myndaþáttinn og forsíðumyndatökuna henni er ég svo ótrúlega þakklát fyrir alla vinnuna sem hún lagði í myndirnar til að gera þær fullkomnar. Aldís Pálsdóttir sem er ein yndislegasta manneskja sem ég þekki og ég er svo heppin að geta sagt að ég sé búin að þekkja hana alla mína ævi. Hún hefur nú farið með mér í gegnum 2 fæðingar – þegar Tinni fæddist og nú þegar blaðið fæddist. Aldís tók fallegu vörumyndirnar sem þið sjáið í blaðinu og einnig myndirnar í liðnum Snyrtibuddan.
Andrea Röfnin mín sem gerir allt sem ég bið hana um fyrir mig – einstök stelpa sem ég er svo þakklát að eiga að. Ótrúleg fyrirsæta sem myndast alltaf vel þó svo hún sé að frjósa úr kulda. Þið sjáið Andreu á forsíðu Reykjavík Makeup Journal og í myndaþættinum. Theodóra Mjöll hársnillingur með meiru sá um að hárið á Andreu væri fullkomið og í takt við lúkkin og Hanna Soffía stíliseraði myndaþáttinn með glæsibrag. Ég eyddi heilum degi með þessum snillingum og þá áttaði ég mig fyrst á því að þetta væri að blaðið væri að verða að veruleika… :D
Mamma mín og pabbi sem voru alltaf tilbúin að redda okkur hjónunum þegar við þurftum að vinna og ef Tinni var veikur heima þá voru þau alltaf tilbúin að stökkva til til að passa á meðan ég skrapp á smá fund. Tengdaforeldrar mínir 3 – ég er svo heppin að eiga eina auka tengdamömmu – studdu mig líka svo mikið og voru uppfull af áhuga um þessi áform mín meirað segja tengdapabbi :D
Elfa og Inga yndislegu dagmömmurnar okkar Aðalsteins sem hugsa svo vel um strákinn okkar allan daginn á meðan foreldrarnir vinna. Það hvarflaði aldrei að mér að hafa ég þyrfti einu sinni að hafa áhyggjur af syninum á meðan ég sat á fundum og skrifaði – þær á Ólátagarði eru bestar.
Allar frábæru heildsölurnar og tengiliðirnir mínir þar sem sátu með mér á fundum og trúðu á þessa hugmynd, gáfu mér vörur til að prófa og skrifa um fyrir blaðið og tóku þessari hugmynd um hlutlausa umfjöllum á snyrtivörum fagnandi – blaðið væri svo sannarlega ekki til án þeirra. Það er þeim að þakka að ég get gert það sem ég er að gera þar sem þau passa uppá að senda mér reglulega góðar upplýsingar um það sem er á seyði hjá snyrtivörmerkjunum hér á Íslandi.
Eygló Ólöf, Díana Björk, Hugrún, Hildur Ársæls, Steinunn Sandra, Gunnhildur Birna, Helgi Ómars og Harpa sem voru í viðtali í blaðinu og gerðu það mun áhugaverðra og skemmtilegra að mínu mati. Og auðvitað allar yndislegu konurnar sem tóku þátt í Bjútíklúbbnum.
Allir yndislegu vinir mínir sem stóðu með mér eins og klettur í gegnum þetta ferli – yndislegu sampennar mínir á Trendnet.is – takk fyrir allt!
og síðast en ekki síst sendi ég yndislega manninum mínum og syni ástarþakkir fyrir endalausan stuðning, hjálp og trú á því að þetta myndi takast hjá mér.
Að lokum hvet ég ykkur til að lesa blaðið og njóta þess í botn – það næsta er væntanlegt í byrjun desember – best að fara að vinna í því. Eruð þið nokkuð með uppástungur að efni sem ykkur langar að lesa um?
Sjá meira hér: reykjavikmakeupjournal.is
EH
Skrifa Innlegg