Raf Simons sem hefur verið yfirhönnuður hjá Jil Sander undanfarið var ráðinn yfir til Christian Dior nú á dögunum og mun fylla skarðið sem John Galliano skildi eftir sig þegar hann var látinn fara. Mér líst ansi vel á þessa nýju viðbót hjá Dior en ég var sérstaklega hrifin af haustlínunni sem hann gerði fyrir Jil Sander sem var einmitt hans síðasta. Hér sjáið þið hvað ég meina;)
Ég held þetta sé bara byrjunin á fallegu samstarfi og ég get ekki beðið eftir að sjá fyrstu línuna hans fyrir Dior sem verður þá líklega fyrir sumarið 2013.
EH
Skrifa Innlegg