Ég hef ekki notað mikið primer á mínum 5 ára ferli sem förðunarfræðingur en á stuttum tíma hef ég eignast 3 nýja primera, 2 frá L’oreal og 1 frá Maybelline – og ég er gjörsamlega orðin húkkt. Uppáhalds primerinn af þessum þremur er Lumi primerinn frá L’oreal.
Primer heitir á íslensku farðaundirstaða – og eins og nafnið gefur til kynna þá undirbýr hann húðina fyrir farðann. Hann fyllir uppí ójöfnur í húðinni eins og ör eða fínar línur og sléttir hana þannig og gefur henni fallega áferð. Það sem Lumi primerinn gerir auka er að hann gefur húðinni ómótstæðilegan ljóma. Ég nota hann reyndar mest yfir farða og set hann á kinnbeinin, í kringum augun og í kringum varirnar. Hann er það mjúkur að farðinn eða púðrið fer ekki í rákir þó svo ég setji hann yfir. Ljómi í húð var áberandi á tískupöllunum síðasta haust þegar hönnuðir sýndu línurnar sínar fyrir sumarið sem nú er að ganga í garð. Primerinn er fullkominn til að ná því lúkki.
Klárlega varan sem er ómissandi í snyrtibudduna fyrir sumarið og fullkomin vinkonu afmælisgjöf því hann er líka á frábæru verði;)
Update: Primerinn er fáanlegur í Lyf og Heilsu og Hagkaupum og er staðsettur í makeup standinum hjá L’oreal
EH
Skrifa Innlegg