Pretty Woman er ein af mínum all time uppáhaldsmyndum. Mér fannst þess vegna ótrúlega skemmtilegt að rekast á þessa mynd á bloggi í morgun. Ekki það að ég myndi beinlínis klæðast þessum kjól – kannski fyrir nokkrum árum samt;) – þá er hann samt smart! Ekki það að ég myndi samt klæða barn í svipaðan kjól en við skulum ekki fara nánar út í það;)
Ein af fallegustu konum fyrr og síðar!
En annars er mega mánudagur í mér sit í ullarsokkum, 120 dena sokkabuxum og með ullartrefil og reyni að hafa það kósý í vinnunni;)
Svo er ég svo spennt!!! því í lok vikunnar get ég loksins sýnt ykkur fallegu myndirnar sem við tókum fyrir Oroblu í ágúst á Akranesi með Aldísi Pálsdóttur og Díönu Bjarna – ohh þær eru svo mikil fegurð þessar myndir – ég held ég geti sagt það alveg án þess að vonandi ekki móðga neinn að ég hef aldrei átt svona flottar makeup myndir og ég er eiginlega bara smá montin yfir þeim! en meira um það seinna;D
EH
Skrifa Innlegg