fbpx

Penslar – sem þú þarft að eiga

Blog

Dýrmætasta eignin mín eru án efa förðunarburstarnir mínir. Eftir 5 ár í þessum bransa eru þeir orðnir ansi margir og safnið fyllir nú 2 troðfullar stórar burstabeltistöskur. Ég hef lent í því að týna annarri þeirra í smá tíma og ég var hálf glötuð án hennar. Góðir penslar eru nauðsynlegir að mínu mati til að ná fram fullkominni förðun þó með æfingu og reynslu komi kunnátta þar sem skiptir varla máli hvort þú sért bara með einn púðurbursta þú getur samt alveg gert smoky förðun;)

Ég ætla að segja ykkur frá mínum uppáhalds burstum þeim sem ég gæti ekki verið án og á einmitt 3 stk af hverjum þeirra. Ég mæli hiklaust með þeim fyrir ykkur sem eruð að pæla í að kaupa sér góða förðunarbursta til að eiga heima. Ég kaupi mína bursta helst á heildsölum erlendis og margar þeirra eru með vefverslanir sem senda hingað til Íslands. Mín uppáhalds er þessi hér Crown Brush þar er einnig hægt að fá burstatöskur og alls konar pallettur. Duo Fibre meikburstinn er bursti sem þið ættuð flestar að kannast við. Hann kemur í tveimur mismunandi stærðum – sá minni er fyrir ofan og sá stærri fyrir neðan. Þetta er án efa besti meikbursti sem ég hef prófað, hann gefur létta og fallega áferð og dreifir vel úr farðanum. Hann kemur í veg fyrir að það myndist ójöfnur á húðinni. Þið berið farðann á í hringlaga hreyfingum og þannig fellur farðinn fullkomlega við andlitið og gerir það að verkum að hann sést varla. Ég get ekki gert uppá milli stærða ég nota þá alveg jafn mikið svo þið verðið að ákveða það sjálfar.Skásetttur púðurbursti gefur mér nákvæmni þegar ég skyggi kinnbeinin og set léttan kinnalit á kinnarnar. Hann er líka hægt að nota til að bera létt púður á húðina og mér finnst t.d. þæginlegra að vera með minni púðurbursta þegar ég set púður undir augun og á augnlokin.Augnskuggaburstar finnst mér bestir þegar þeir eru þéttir og ekki með alltof löngum hárum. Því þéttari sem hárin eru því þéttari verður liturinn á augnlokinu. Ég byrja alltaf á því að bera augnskuggan á það svæði sem ég vil að hann fari á með svona bursta, ég doppa honum létt yfir svæðið án þess að vera að passa of mikið uppá hvort liturinn sé jafn. Síðan dreifi ég vel úr skugganum með bursta sem kallast blöndunarbursti.Blöndunarbursti er eins og pínulítill púðurbursti. Hann nota ég til þess að dreifa úr augnskugganum og koma honum á þann stað sem ég vil. Ég dreifi skuggangum í léttum strokum yfir allt augnlokið og burstinn passar uppá það að liturinn verði jafn.

Smudge-bursti er eins og pínultítill blöndunarbursti en þó aðeins oddmjórri. Hann nota þegar ég vil fá nákvæmni eins og ef ég nota svartan augnskugga sem eyeliner eða vil smudge-a eyelinerinn minn til að fá mýkri áferð á augun. Hann nota ég líka þegar ég er að gera undirstöðu fyrir smokey þá byrja ég á því að setja frekar þykka línu með eyeliner blýanti og dreifi síðan úr línunni yfir allt augnlokið með smudge-aranum, þannig er auðveldara að fá smoky áferðina og liturinn sem ég set yfir verður sterkari og helst betur á.

Eyelinerbursta vil ég helst hafa með mjög mjóum oddi eða langa og alveg flata. Þennan bursta er ég búin að eiga í nokkur ár og hann hefur reynst mér vel sérstaklega af því hann er smá sveigður svo ég á auðvelt með að ná til allra svæða. Eyelinerbursti er alveg nauðsynlegur ef þið notið gel eyeliner.

Þetta eru mínir uppáhalds penslar sem mér finnst ómissandi og ég mæli hiklaust með þeim ef ykkur langar að eiga góða förðunarbursta. Allir þessir fást á síðunni sem ég nefni hér fyrir ofan:)

EH

Karrusel

Skrifa Innlegg