fbpx

Nýtt í Vefverslun

Blog

Góður kósýdagur í dag sem var mest eytt í að browsa á ebay og setja inn nýjar vörur. Fann loksins þetta ótrúlega fallega pils (sem ég á sjálf og er mjög hrifin af) aftur á ebay! Það fæst HÉR

Endilega gefið ykkur líka tíma í að skoða nýju vörurnar – svo eru fleiri á leiðinni;)

EH

Nokkur Dress:)

Blog

Fyrir nokkru síðan fór ég í myndatöku og viðtal fyrir Fatastílinn hjá Pjattrófunum. Getið lesið viðtalið hér: PJATTRÓFUR Það var hin yndislega Díana Bjarna sem tók viðtalið og þessar flottu myndir:)**

Pils: Rokk og Rósir
Bolur: 17
Sokkabuxur: Oroblu
Skó: H&M
Hálsmen: fæst HÉR

Kjóll: RFJ.com fæst HÉR
Peysa: Rokk & Rósir
Sokkabuxur: Oroblu All Color Yellow 2
Skór: Kron by KronKron

Skyrta: Vintage eBay
Undirkjóll: Spúútnik
Sokkabuxur: Oroblu All Colors Blue 4
Sokkar: Oroblu Doris Nude
Skór: Jeffrey Campbell

Peysa: Vintage eBay
Sokkabuxur: Oroblu All Colors Cobalto
Skór: eBay
Lykjakippa: Disney búðin París

Kjóll: Rokk og Rósir
Sokkabuxur: Oroblu
Skór: RFJ.com

Dagurinn í dag verður mikill letidagur hjá mér, kærastinn kom heim klukkan 7 í morgun úr vinnunni svo hann er steinsofandi og ég að kúra með kisu uppí sófa að horfa á barnatímann á Stöð 2 – gerist varla betra;)

EH

Burberry Prorsum SS2012

Blog

Ég er alveg ástfangin af vor/sumar collectioni Christophers Bailey fyrir Burberry Prosum. Ég verð aldrei fyrir vonbrigðum með mitt uppáhalds merki. Eitthver tíman mun ég eignast bjútifúl Burberry kápu það er draumurinn, það og vintage Chanel dragt;)

Afsakið allar þessar myndir en ég bara átti erfitt með að gera uppá milli þeirra. Það sem mér finnst skemmtilegt við Burberry er að það er svo mikið að yfirhöfnum sem er nauðsynlegt sérstaklega á Íslandi þar sem sumarið kemur seint og stundum kemur það bara ekki;) Skórnir eru flottir ég er ángæð með að sjá að fyllti hællinn virðist ætla að halda áfram ég var mjög skeptísk fyrst með það lúkk en nú kaupi ég nánast eingöngu skó með fylltum hæl. Svo finnst mér fallegt hvernig víðu yfirhafnirnar eru teknar saman með belti í mittið – ég ætla definetly að tileinka mér það bara núna strax!

Eigið yndislegan laugardag***

Annað Dress

Blog

Ég er ástfangin af nýjustu flíkinni í fataskápnum mínum, vintage Christian Dior skyrtunni minni sem er flott bara við bláar gallabuxur;)
Skyrta: eBay Vintage Christian Dior

EH

 

Menningarkvöld

Blog

Ég ætla að vera rosalega menningarleg í kvöld og fara á listaverkaopnun hjá tengdaföður mínum í Keflavík eftir vinnu! Hlakka til að sjá rýmið en ég er mikill aðdáandi hans og við Aðalsteinn erum með nokkrar myndir frá honum uppá veggjunum heima – en ég er nú frekar hlutdræg;)

Ef ykkur langar að sjá þá eru hér frekari upplýsingar: VÖRÐUR OG AÐRAR SÖGUR


EH

Burberry Fall Winter 2010

Blog

Nýjasta fíknin mín er The Rachel Zoe Project. Núna nýlega hófst 4. serían og ég er að reyna að vinna mig upp og klára að horfa á allt skil ekki hvernig þetta gat farið framhjá mér. Þátturinn snýst að sjálfsögðu um Frú Zoe og hennar líf – bæði vinnu og persónulegt líf -. Í nýjustu seríunni er verið að fylgjast með fyrstu skrefum hennar sem fatahönnuður. Ef þið hafið aldrei séð þessa þætti og eruð alveg húkt á tísku og raunveruleikaþáttum (eins og ég;)) þá eru þesssir skylduáhorf!

Ég lá alveg andvaka í gær til sirka hálf 4 og horfði á þættina og í einum var sýnt frá því þegar hún fór á Burberry Prorsum sýninguna í London með Kate Hudson. Ég horfði á þessa sýningu í beinni og ég held að ég hafi aldrei séð neitt jafn fallegt á ævinni – gaman að rifja upp “gamlar gersemar”. Ef þið sáuð ekki sýninguna þá er mynband hér fyrir neðan.

Ég væri alveg til í þennan:)

Vinkonurnar

Burberry sýningin:


Svo var svo gaman að heyra spjallið hjá vinkonunum eftir sýninguna þær voru alla vega alveg sammála mér um ágæti þessa collections;)

EH

Annað Dress

Blog

Þó það sé fallegt veður í höfuðborginni í dag þá er smá kuldahrollur í mér þess vegna er ég alsæl með nýju bláu peysuna mína:)

Peysa: Vintage eBay

EH