




Ljósmyndari: Tomz
Stílisti: Jóhanna B
Hár og Förðun: ég með vörum frá Maybelline
Móldel: Elísabet Ýr og Ólöf Ragna hjá Eskimo
1 af 2 myndaþáttum sem ég gerði fyrir nýjasta tölublað Nude svo fékk ég líka að vera fremst í blaðinu í örstuttu viðtali.

EH

Buxur: Spúútnik
Bolur: Vero Moda
Jakki: Topshop
Skór: Zara
Tánaglalakk: L’Oreal Color Riche
Ég var í alvörunni með fiskifléttu – hún lak bara út.
EH

Buxur: Vintageverslun í Belgíu
Skyrta: Lindex
Jakki: Zara
Skór: Zara
Hálsmen: eBay
Clutch: Vintage frá ömmu
Dressið á 1. kvöldi RFF N°3 – ákvað að vera með laust hárið í gær en í kvöld verður það fiskifléttan ef ég gugna ekki afþví ég er alltaf með slétt hár – takk fyrir hjálpina!
EH


RFF alveg að fara að hefjast og ég þarf hjálp! – Flétta eða ekki flétta?
Hlakka svo til að sýna ykkur dressið – það er einfalt að ofan (eins og þið sjáið) en frekar kreisí að neðan.
EH
Ég eyði miklum hluta dagsins í draumaheimi, heimi sem margir þekkja undir nafninu eBay. Fólk skilur ekki hvernig ég get eytt svona miklum tíma þar en ætli minn stíll skilgreinist ekki bara af eBay. Ég fæ innblástur af myndunum, af fötunum og bara af því að gramsa endalust eða scrolla er kannski réttara orð. Hver einasta flík sem endar inní fataskápnum mínum á sér sögu. Ég man hvað hún kostaði, hvar og hvenær ég keypti hana og hvenær ég var síðast í henni. Þegar ég kaupi föt á eBay þá bætist ný lína við ég man frá hvaða landi hún kemur. Ég á ábyggilega fjölbreyttasta fataskáp landsins þegar kemur að því hvaðan fötin eru. Ég á Zöru buxur frá Portúgal, amk 10 skópör ef ekki fleiri frá S-Kóreu (þeir kunna þetta þar) endlaust af skarti frá Hong Kong, vintage flíkur frá flestum fylkjum Bandaríkjanna og reglulega kaupi ég frá uppáhalds búðinni minni á eBay sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu. Fyrir mér ætti slagorð eBay að vera það sama og Pringles “einu sinni verslað, þú getur ekki hætt!” Síðasta árið hef ég verið með netverslun á blogginu þar sem ég seldi vörur af eBay og ég vona að ég hafi smitað fleiri af bakteríunni minni þar en nú er kominn tími á smá pásu. Ég hvet þó alla til að senda á mig línu ef ykkur vantar hjálp. En eitt mun ég þó aldrei gera en það er að segja frá uppáhalds búðunum mínum því ég þoli ekki að tapa, sérstaklega ekki uppboðum á eBay!
Í leiðinni fær svo síðan mín smá yfirhalningu og myndin fyrir ofan gefur smá sneak peek á það sem koma skal á sunnudaginn.
RFF í kvöld – sjáumst þar!
EH