fbpx

Nude – Boys Boys Boys, Myndaþáttur

Blog

Þessi myndaþáttur er einn sá allra skemmtilegasti og flottasti sem ég hef gert. Ég er alveg að elska samstarfið okkar Anítu og Ása og þetta er þriðja myndatakan sem við gerum 3 saman og ég vona að hún verði alls ekki sú síðasta. Ótrúlega flottir og efnilegir strákar sem Eskimo er komin með núna!

Ljósmyndari: Aníta Eldjárn
Stílisti: Ási
Förðun: ég með vörum frá Maybelline
Módel: Orri, Logi, Danival og Marteinn hjá Eskimo

Nude – Polaroid Myndaþáttur

Blog

Ljósmyndari: Tomz
Stílisti: Jóhanna B
Hár og Förðun: ég með vörum frá Maybelline
Móldel: Elísabet Ýr og Ólöf Ragna hjá Eskimo

1 af 2 myndaþáttum sem ég gerði fyrir nýjasta tölublað Nude svo fékk ég líka að vera fremst í blaðinu í örstuttu viðtali.

EH

Annað Dress

Blog

Buxur: Spúútnik
Bolur: Vero Moda
Jakki: Topshop
Skór: Zara
Tánaglalakk: L’Oreal Color Riche

Ég var í alvörunni með fiskifléttu – hún lak bara út.

EH

RFF N°3 Ella og Milla Snorrason

Blog

Collectionið hjá Ellu einkenndist aðallega af svörtum einföldum flíkum en jafnframt mjög fallega sniðnum. Gyllti kjóllinn sem lokaði sýningunni og rauðu leðurtöskurnar sem sumar fyrirsæturnar báru inn fannst mér þó fallegastar.Milla Snorrason var ein af mínum uppáhalds sýningum í gærkvöldi (hún og Ziska báru af fannst mér) Munstrin, sniðin og litasamsetningarnar voru æðislegar og ég gat séð mig fyrir mér í öllum dressunum sem komu niður pallinn. Mér fannst blúndusokkarnir sérstaklega sætir.

Næst er það svo Ziska og Rey.

EH

p.s. myndirnar eru eitthvað að stríða okkur en það kemst vonandi í lag á næstunni.

RFF N°3 – Ýr og Kormákur og Skjöldur

Blog

Ýr kom mér skemmtileg á óvart ég bjóst einhvern vegin við allt öðru en mér fannst collectionið hennar æðislegt og hvernig fyrirsæturnar stilltu sér upp á meðan aðrar gengu í kringum þær. Hún blandaði aðallega saman svörtu, hvítum og bordeaux rauðum lit og svo komu 2-3 munstraðar flíkur. Það sem mér fannst helst einkenna collectionið voru fallega sniðin föt, svo skemmdu Oroblu sokkabuxurnar ekki fyrir;)Kormákur og Skjöldur luku svo kvöldinu með flottu show-i. Fyrirsæturnar litu út fyrir að vera að labba útúr sláturhúsi en mjög flottir í tauinu um leið. Línan einkenndist af tweet efnum í bland við leður og fullkomlega sniðnum jakkafötum. Collection sem á klárlega eftir að slá í gegn næsta vetur hjá karlmönnunum.

Svo er það bara kvöld 2 þar sem Ella, Milla Snorrason, Birna, Ziska og Rey sýna línur sínar. Á morgun birtist svo nýja lúkkið gaman gaman!

EH

RFF N°3 Kron by Kron Kron og Kalda

Blog

Litir og mikil munstur einkenndu collectionið hjá Kron by Kron Kron og anlistmálningin var mikil og ólík því sem ég átti von á frá þeim. Einnig fannst mér flíkurnar aðeins þyngri en hafa sést áður. En ég hlakka til að fara og skoða flíkurnar betur þegar þær koma upp í búðinni:)
Eins og þið sjáið var ég komin í aðeins betra sæti á sýningunum eftir hléið svo ég náði aðeins betri myndum. Kalda collectionið einkenndist af flottum klassískum sniðum sem þær eru svo góðar í. Þær blönduðu flíkum úr flottu grá fjólubláu blómamunstri saman við svart og hvítt. Ég var sérstaklega hrifin af jakkanum sem Helga Björn fyrirsæta kom fram í (4. mynd) og maxi kjólnum sem Ingibjörg Íris fyrirsæta klæddist (5. mynd).

Næst eru það svo Ýr og Kormákur og Skjöldur.

EH

Annað Dress

Blog

Buxur: Vintageverslun í Belgíu
Skyrta: Lindex
Jakki: Zara
Skór: Zara
Hálsmen: eBay
Clutch: Vintage frá ömmu

Dressið á 1. kvöldi RFF N°3 – ákvað að vera með laust hárið í gær en í kvöld verður það fiskifléttan ef ég gugna ekki afþví ég er alltaf með slétt hár – takk fyrir hjálpina!

EH

RFF N°3 – MUNDI og Hildur Yeoman

Blog


Ótrúlega spennt fyrir fyrstu sýningunni minni á RFF – MUNDI var sá eini sem sýndi ekki í Sifurbergi heldur í bílastæðakjallaranum.
MUNDA sýningin var ótrúlega flott ég var sérstaklega hrifin af myndbandinu sem var spilað í upphafi en fyrirsæturnar virtust eiga að vera að labba beint útúr því og fram á runwayið. Mér hefur alltaf fundist hann Mundi geta leikið sér með ólík munstur og blandað þeim saman á ótrúlega flottan hátt. Mér fannst maxi kjóllinn hans bera af og svo fannst mér flott hvernig hann mixaði pastel græna litnum í leggings og buxum við miklar, sterkar, munstraðar flíkur. Hildur Yeoman sýninigin átti vinningin fyrir að vera líflegust, módelin komu dansandi fram og dönsuðu hringinn í kringum Daníel Ágúst sem söng vel valin lög eins og Ladyshave með GusGus. Módelin voru ýmist stelpur strákar smá og stór svo fjölbreytnin var mikil. Dansarar dönsuðu svo og skautuðu á hjólaskautum um allt sviðið. Fötin voru litrík og skemmtileg og fylgihlutirnir báru af. Förðunin sló svo í gegn alla vega hjá mér og Ísak Freyr fær fullt hús stiga fyrir hönnuna á henni.

Eftir þessar sýningar kom hlé en svo voru það Kron by KronKron, Kalda, Ýr og Kormákur og Skjöldur sem sýndu.

EH

RFF Hjálp:)

Blog

RFF alveg að fara að hefjast og ég þarf hjálp! – Flétta eða ekki flétta?

Hlakka svo til að sýna ykkur dressið – það er einfalt að ofan (eins og þið sjáið) en frekar kreisí að neðan.

EH

Föstudagspistill #4

Blog

Ég eyði miklum hluta dagsins í draumaheimi, heimi sem margir þekkja undir nafninu eBay. Fólk skilur ekki hvernig ég get eytt svona miklum tíma þar en ætli minn stíll skilgreinist ekki bara af eBay. Ég fæ innblástur af myndunum, af fötunum og bara af því að gramsa endalust eða scrolla er kannski réttara orð. Hver einasta flík sem endar inní fataskápnum mínum á sér sögu. Ég man hvað hún kostaði, hvar og hvenær ég keypti hana og hvenær ég var síðast í henni. Þegar ég kaupi föt á eBay þá bætist ný lína við ég man frá hvaða landi hún kemur. Ég á ábyggilega fjölbreyttasta fataskáp landsins þegar kemur að því hvaðan fötin eru. Ég á Zöru buxur frá Portúgal, amk 10 skópör ef ekki fleiri frá S-Kóreu (þeir kunna þetta þar) endlaust af skarti frá Hong Kong, vintage flíkur frá flestum fylkjum Bandaríkjanna og reglulega kaupi ég frá uppáhalds búðinni minni á eBay sem er með höfuðstöðvar í Ástralíu. Fyrir mér ætti slagorð eBay að vera það sama og Pringles “einu sinni verslað, þú getur ekki hætt!” Síðasta árið hef ég verið með netverslun á blogginu þar sem ég seldi vörur af eBay og ég vona að ég hafi smitað fleiri af bakteríunni minni þar en nú er kominn tími á smá pásu. Ég hvet þó alla til að senda á mig línu ef ykkur vantar hjálp. En eitt mun ég þó aldrei gera en það er að segja frá uppáhalds búðunum mínum því ég þoli ekki að tapa, sérstaklega ekki uppboðum á eBay!

Í leiðinni fær svo síðan mín smá yfirhalningu og myndin fyrir ofan gefur smá sneak peek á það sem koma skal á sunnudaginn.

RFF í kvöld – sjáumst þar!

EH