fbpx

Ómissandi í snyrtibudduna síðustu 10 árin!

Ég Mæli MeðLífið MittmakeupSnyrtibuddan mínVarir

Það er ein snyrtivara eða förðunarvara sem ég fattaði um daginn að ég hef aldrei skrifað um – ég hreinlega veit ekki afhverju. Líklega vegna þess að þetta er sú snyrtivara (fyrir utan Great Lash maskarann frá Maybelline) sem er búin að eiga heima sem lengst í snyrtibuddunni minni eða síðan ég var 15 ára. Þetta er vara sem ég á alltaf, alla liti, gríp ótrúlega oft í og ég get alltaf treyst á.

gloss3

Glossinn góði er frá Clarins. Ég kynntist honum fyrst þegar amma mín gaf okkur frænkunum einn á mann og ég veit ekki betur en við höfum allar fallið fyrir honum og notum hann allar enn – alla vega 2 af fjórum. Amma var nú svo voða sátt með að geta gefið okkur einhverja snyrtivöru sem við notum og viljum eiga svo hún gefur okkur reglulega nýja – svo ég á alla liti. En við amma vorum einmitt að ræða þessi gloss núna fyrir helgi og sammæltumst um að við þyrftum nú að fara að bæta á birgðirnar og ætlum að mæla okkur mót í snyrtivöruleiðangur í næstu viku.

Reyndar er ótrúlega lítill liturinn í þeim sem mér finnst þó passlegt því glossarnir minna mig meira á bara glansandi varasalva. Þeir eru nefninlega mjög léttir, næra varirnar vel og gefa þeim heilbrigðan glans. Svo kemur örlítill litur frá þeim – ég er með nude litinn á myndinni hér fyrir neðan. Glossin heita Instant Light – þau koma í svona túbu og eru með skásettum svampenda sem maður notar til að bera glossið á varirnar.

gloss2

Ég þekki nú Clarins vörurnar ekki mikið en en þessum get ég ekki verið án og þetta eru uppáhalds glossin mín. Það er voða fínt að vera með eitt svona í töskunni þegar maður vill aðeins meiri glans en af varasalva – ég er einmitt oftast með eitt svona gloss og einn varasalva í töskunni og nota til skiptis eftir því sem mér finnst eiga við. Þau klístrast ekki en leka samt ekki til – þau ilma dásamlega og bragðast eins sem er fínt fyrir manneskjur eins og mig sem naga varirnar svo svakalega að ég ét allt af vörunum…. :/

EH

Varan sem ég skrifa hér um er bæði keypt af mér eða ömmu minni. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

 

Baksviðs á Haute Couture sýningu Chanel

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1