fbpx

Nýtt í Makeup Töskunni

Blog

Í dag er ég að prófa tvennt nýtt. Nýjan maskara og nýjan varalit, bæði frá Maybelline. Maskarinn er sá nýjasti í Volum’Express línunni og heitir Colossal Cat Eye. Helsta einkenni Colossal maskarans er lyktin – sem þið kannist kannski flestar við – hún er sterkari en af flestum öðrum möskurum en það er af því hann inniheldur Collagen sem þykkir augnhárin extra mikið. Þessi maskari er með sveigðri greiðu sem er alveg föst – hún gefur ekki eftir eins og Falsies maskarinn – þannig stjórnar hún því hvernig augnhárin liggja og hún sveigir þau í áttina að ytri augnkróknum og þannig fá augun flott cat look. Þessi maskari er alveg möst þegar þið ætlið að vera með skásettan eyeliner. Varaliturinn er úr nýjustu Color Sensational línunni sem heitir High Shine en varalitirnir eru mjúkir, bragðast og lykta vel og líkjast því á þann hátt meira glossi en varalit en hann inniheldur reyndar mun meira pigment en gengur og gerist í glossum og líkist þannig varalit – þetta er svona smá millibilsástand hjá honum;) Liturinn sem ég valdi er strax komin í uppáhalds hópinn minn, hann er nr 445 og heitir Mango Diamond.

Með varalitinn og maskarann.


Nú eru komnar þónokkuð margar nýjar vörur í Maybelline standana segji frá fleirum í vikunni;) – en ef þið eruð óþolinmóðar þá endilega kíkið út á næsta sölustað Maybelline!

EH

Hrekkjavaka

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Edda Sigfúsdóttir

    3. November 2011

    Ótrúlega flottur varaliturinn :)

  2. Erna Hrund

    3. November 2011

    Takk elskur;) Hann ætti nú að vera kominn út í svíalandinum;) svo er smá varalitapakki á leiðinni til þín mín kæra elísabet;)