Ný makeuplína frá MAC er mætt á svæðið. Línan heitir Apres Chic og litirnir í línunni ættu nú að ylja manni aðeins í þessum janúarkulda. Í línunni eru augnskuggar, púður, kinnalitir, glossar, eyelinerar og dásamlegir varalitir – já ég er rosalegur varlitafíkill þessa dagana en það ætti nú ekki að koma neinum sem hefur lesið bloggið mitt áður.
Vörurnar í línunni eru unnar úr steinefnum svo þær eru sérstaklega mjúkar og léttar. Ef þið þekkið aðeins til förðunarbursta þá eru það Duo Fibre burstar – burstar með svörtum hárum með hvítum toppi – sem eru sérstaklega góðir til að nota í steinefnavörur. Meikburstinn – nr 287 – sem má líka nota í púður er sá bursti sem ég nota langmest.
Augnskuggarnir gefa augunum ótrúlega fallegan lit, áferð og þau fá mjúkt yfirbragð. Hér er ólíkum litum blandað saman svo þeir eru ekki bara fallegir þegar þeir eru komnir á augað heldur líka sérstaklega fallegir að horfa á í umbúðunum.Maður á aldrei of mikið af varalitum – er það nokkuð?Rauði liturinn er æði – var einmitt að fjárfesta í svipuðum lit frá OPI. Eldrauður finnst mér stundum aðeins of spari svo þessi ryðrauði litur er fullkominn dags daglega.Púðrin frá MAC eru alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, þau gefa svo fallega áferð.Falleg gloss í túbu.Eyelineranir eru ekkert smá girnilegir – ég er voða skotin í dökkbláu þessa stundina svo ég held að hann verði að verða minn!
Flottir kinnalitir eru möst fyrir flotta vetrarförðun eins og ég hef áður fjallað um – og því meiri litur á kinnum því betra.
Árið 2013 byrjar vel í makeup bransanum – finnst ykkur ekki;)
EH
Skrifa Innlegg