fbpx

Nýtt frá essie

neglurNýtt í snyrtibuddunni minni

Yndisleg vinkona kom heim með þetta fallega essie naglalakk fyrir mig frá DK í vikunni. Liturinn er glænýr og er þéttur og alveg dökkgrænn – ég er án djóks bara með eina umferð á nöglunum! Liturinn er – go overboard.

Ég er mikill aðdáandi þessara flottu nagla og þegar ég á tækifæri á því þá reyni ég að bæta einum og einum lit í safnið. Lökkin eru á sambærilegu verði og OPI, Dior og Chanel lökkin svo maður leyfir sér einn og einn lit í einu. Mér finnst ótrúlega gaman að dekra við mig af og til og kaupa aðeins dýrari naglalökk – þá reyni ég líka að velja mér liti sem ég veit að ég á eftir að ofnota.

Ég vildi bara svo mikið að ég gæti fengið essie hérna heima – hvað með ykkur?

EH

Youtube mixið....

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Hildur

    13. July 2013

    Já, það væri frábært að fá Essie hingað! Litirnir eru svo flottir og mér finnst það í sama gæða- og verðflokki og OPI.
    Annars mundi ég nú seint setja OPI, Dior og Chanel í sama verðflokk. Mér finnst OPI ekki dýrt, kostar rúman 2000 kall á flestum stöðum á meðan ég hef séð Chanel lökk fara upp í 4000 kr.! Ég elska reyndar OPI og kaupi eiginlega bara þannig, á eitt Dior lakk og það var hræðilegt, varð fljótt þykkt og ónýtt og entist mjög illa á nöglunum, vonandi var ég bara óheppin.

    • Já ég set þau nú bara saman þar sem það er hægt að fá lökk frá öðrum merkjum í svipuðum gæðum en þá ódýrari – en þau eru þá í minni umbúðum:):)

      En persónulega finnst mér gæðin fara oft bara eftir litum… hef alveg átt lökk frá öllum þessum merkjum sem voru ekkert spes og lökk í svo öðrum litum sem eru snilld :)

  2. Thorunn

    22. July 2013

    Elska litina hjá Essie en burstinn er alveg hræðilegur! Það er það eina sem ég þoli ekki, alltof lítill og óþægilegur. Finnst OPI pensillinn miklu betri :)

    • Það finnst mér alls ekki – sérstaklega ekki á þessu glænýja – kannski þeir séu búnir að taka burstana í gegn. Þarf að bera nýja lakkið saman við eldri;) Ég náði alveg að þekja allar neglurnar með einni stroku ;)

  3. Þórunn S

    24. July 2013

    Ég elska Essie, kaupi mér oft lökk frá þeim á ebay þar sem ég kaupi nokkur saman til að þurfa ekki að borga tollmeðferðargjald af hverju einasta. Var að fá sendingu um daginn og nýjasta sumarlínan er æðisleg, pantaði alla 6 litina og get eiginlega ekki valið hvaða lakk ég á að setja hvenær.