fbpx

Nýtt frá Cavalli

Það eru svo margir flottir ilmir sem koma á markaðinn á þessum tíma – svona rétt fyrir sumarið. Tveir ilmir frá tískuhúsi Cavalli komu í sölu nú fyrir stuttu. Annar er frá Roberto Cavalli og hinn frá Just Cavalli.

Merkin tvö eru mjög ólík annað er fyrir yngri markhóp – Just Cavalli og hitt fyrir eldri – Roberto Cavalli. Ég ákvað að setja saman tvær myndir af dressum úr sumarlínu merkjanna tveggja sem sýna hvað þau eru í raun og veru ólík en samt einhvern vegin svo lík.

Ilmirnir tveir eru eins og tískulínurnar annar er ætlaður fyrir yngri skvísur og hinn fyrir þær eldri.

Roberto Cavalli ilmurinn nefnist Acqua og er innblásin af miðjarðarhafinu. Eins og nafnið gefur til kynna þá er ilmurinn léttur og lætur manni einmitt líða eins og maður sé komin á fallega strönd einhvers staðar þar sem er mun betra veður en hér á Íslandi. Toppnóturnar eru jasmín og lilja sem verða svo að sætum appelsínuilm í hjartanu og loks er það ilmur af white musk sem situr lengst á líkamanum.

Það er Georgia May Jagger sem er andlit Just Cavalli ilmsins sem er líst sem blómailm. Hann fangar athygli þína með Neroli blóminu sem breytist síðan í Tiare blómið í hjarta ilmsins og að lokum er það palissander viður sem heldur þér hugfanginni.

Glösin eru líka mjög ólík en það er þó eitt sem sameinar þau og það er það sem Roberto Cavalli er þekktastur fyrir og það eru exotísku munstrin en snákamunstur umvefur flöskuhálsinn á Just Cavalli og tígrisdýramunstur – bæði í svarthvítu. Svo er annað fagurblátt og hitt skærbleikt svo þau lífga svo sannarlega uppá það herbergi sem þið stillið þeim uppí.

Að lokum langar mig að láta þessa æðislegu mynd af Roberto Cavalli og Georgiu May fylgja með. Hér eru þau saman á rauða dreglinum fyrir kynningu ilmsins – og svona rosalega flott. 

Líst ykkur betur á annan hvorn ilminn?

EH

Blá Skyrta

Skrifa Innlegg