Ég er mikið fyrir raunveruleikaþætti og tveir uppáhalds voru The Hills og The City. Nú hefur stjarnan úr einum þáttanna, Olivia Palermo opnað sitt eigið tískublogg en það er nú ekkert á við það sem við íslensku erum að gera því hún er með a.m.k. 5 starfsmenn í fullu starfi við að sjá um bloggið. Hún segir í viðtali við Elle.com að bloggið sé hennar vettvangur til að deila tískuáhuga sínum með öðrum, þar ætli hún að segja frá ferðum sínum á tískuvikur útí heimi, því sem hún klæðist, frá fallegu vintage gersemunum sem hún finnur og eins og hún orðar það sjálf, “how to turn jeans and a tee into a red-carpet worthy look on a daily basis.”
Greinilega must að fylgjast með!
Hér getið þið fylgjst með: OLIVIA PALERMO
Ég er alla vega strax búin að bæta henni inná Bloglovin;)
EH
Skrifa Innlegg