fbpx

Ný Snyrtivöruverslun

Myndir

Síðustu helgi opnaði ný snyrtivöruverslun í Kringlunni sem býður uppá vöru frá merkinu Inglot. Hugsunin a bakvið merkið er að bjóða uppá flottar og góðar snyrtivörur á viðráðanlegu verði.

Ég kíkti í heimsókn í byrjun vikunnar og fékk að taka nokkrar myndir til að deila með ykkur.
Það er ótrúlega mikið og flott úrval af litum og vörum. Eins og þið sjáið á myndunum þá eru rosalega margir litir í boði þegar kemur að bara öllu. Það sem vakti athygli mína voru eyelinerarnir, naglalökkin og varalitirnir. Augnskuggum og kinnalitum er hægt að safna í pallettu, fullt af flottum gerviaugnhárum í boði og flott penslaúrval. Ég þreifaði aðeins á burstunum og skoðaði áferðina á vörunum og við fyrstu sýn þá virtist þetta nú alveg vera eitthvað sem ég þarf að kynna mér betur og prófa. En verðið var svo sannarlega gott.

Verslunina finnið þið á 2. hæð beint á móti skóbúðinni Focus. HÉR finnið þið svo íslensku Facebooksíðu merkisins og getið líklega fengið betri upplýsingar. Ég vona svo að mér gefist fljótlega tækifæri til að prófa vörurnar betur ég held það væri hægt að gera alls konar skemmtileg lúkk með þessum litum – það er svo sannarlega nóg af þeim í boði:)

EH

Freknur

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Inga Rós

    27. June 2013

    Vá lúkkar vel, verð að kíkja.

  2. Lilja

    27. June 2013

    litaúrval er alltaf skemmtileg en ég hræðist þá alltaf gæðin – eru pigmentin góð td í augnskuggum, kinnalitum, varalitum og naglalökkum? og litu meikin og baugafelarnir út fyrir að vera góðir?
    annars lúkkar þetta mjög vel!

    • Já einmitt – ég er eins. En þetta leit mjög vel út og það sem ég potaði í virtist vera með sterkum pigmentum. En svo þarf maður eiginlega að prófa líka til að finna hvernig vörurnar endast – það finnst mér mjög mikilvægt :)

  3. Vilborg

    27. June 2013

    Flott að þessi verslun sé komin til íslands hef verið að nota vörurnar þeirra í förðunarskólanum sem ég er í útí Dublin og þær eru mjög flottar :) er að fíla varalitapalletturnar þeirra í botn veit ekki hvernig verðið á þeim er heima en hérna úti er þetta alls ekki dýrt :)

  4. Kolbrá

    27. June 2013

    Eru burstanir þarna góðir? Væri rosalega gaman ef þú gætir sett inn hvernig þú berð á þig farða og hvða burstar eru bestir í það og svona :)

    • ég á nú eftir að prófa þá en mér leist ágætlega á þá. Togaði aðeins í hárin og það komu engin hár úr þeim:) En já minnsta málið ;)