“To celebrate the rise of glamour, H&M has created the Exclusive Conscious collection of red-carpet looks that have all been made from more sustainable materials like organic cotton and hemp, and recycled polyester, as part of H&M’s Conscious initiative. The glamourous collection shows the diversity of what has become possible with greener fashion, with each outfit an individual style that stands on its own, to reflect the scope of red carpet fashion today.”
Þessi fallega lína kemur í verslanir H&M 12. apríl. Línan er ein sú vandaðasta sem hefur komið frá H&M en Conscious línan kom líka í fyrra og var það öll hvít (ef þið munið eftir hvíta H&M kjólnum sem Natalie Portman klæddist fyrir rúmu ári, hann var partur af því). Það sem sameinar þessa línu er að hún er öll úr lífrænum og endurunnum efnum. Við höfum nú þegar fengið að sjá 3 flíkur úr línunni, Amanda Seyfried klæddist sturrbuxnadragtinni, Kristin Davis klæddist græna stutta kjólnum og Michelle Williams klæddist kjól sem var sérhannaður fyrir hana á BAFTA hátíðinni – hann var gerður úr lífrænu efni en verður ekki seldur í verslunum en í staðin verður framleiddur toppur og pils sem líkjast kjólnum. Nú hafa birst myndir af fleiri flíkum og þið getið skoðað þær hér fyrir ofan. Mér finnst línan ein sú flottasta sem ég hef séð sem H&M gera sjálfir (Marni er enn í uppáhaldi) og ég myndi ekki segja nei við bláu dragtinni, græna maxi kjólnum með klaufinni og ljósgráu kjólunum báðum.
EH
Skrifa Innlegg